Draupnir - 21.06.1891, Síða 88
84
■var auðsjáanlegt, að hún saknaði mín ! Drottinn
minn ! Hversu mjer varð innan rifja ! Hjartað
brauzt um í barmi mjer, svo sem fjöður í aigur-
verki, sem brotnar. »Ljettúðuga flenna !« — hugs- k
aði jeg. — »2Eddu þá út í ógæfukjör þín ! En k
láttu þjer aldrei detta í hug að festa þau við
mig !«
Jeg snöri undir eins við og sló með .göngustaf
mínum kollinn af hverju blómi, sem varð á vegi
mínum, og hefði hann verið byssa, þá hefði jeg
skotið alla lævirkja og aðra fugla, sem sungu um-
bveríis mig.
Jeg var aptur kominn hingað, og ætlaði að ganga .
til kofa gamla mánnsins, þegar jeg sá litlu stúlk- k
una mína sitja einsamla, og hafði hún krukku hjá ,
sjer. Undir eins og hún sá mig, fór hún að gráta,
stóð upp, reikaði til mín, kyssti á hönd mjer og
vætti hana með tárum sínum. Hún var föl og
aumingjalég í útliti. »Hvað er þetta ?» sagði jeg.
»Hvernig líður þjer, stúlka litla ? Og hvað gengur
að þjer ? Hvernig líður litla bróður þínum ?»
»Hann er dáinn», sagði hún og grjet sárt. »Er
hann dáinn?» sagði jeg, — »hann sem var svo
hraustur og efnilegur, þegar jeg sá hann síðast«.
»Já«, sagði hún. »En hann sýktist og dó rjett á
eptir, og hann talaði um yður fram í andlátið og
spurði um ókunnuga manninn með kringlurnar*.
»Hvað hefirðu þarna ?» sagði jeg og benti á krús-
ina, og tárin komu fram í auguu á mjer. »|>að
er mjöl handa honum afa mínum. Hann er líka
veikur», svaraði hún.
»Drottinn minn ! f>á ætla jeg að vitja um hann«, ,
J