Draupnir - 21.06.1891, Page 89
85
sagði jeg. Hún fór og sótti krúsina. Jeg sá, afi
hún var of þung fyrir hana, og bar hana því
sjálfur.
Hún brosti í gegn um tárin, sem hún þerrði með
hárinu, því að hún hafði ekkert annað, og var ein-
Ungis klædd í stuttan kjól, þunnan og slitinn. Við
flýttum okkur að kofanum. Hún gekk á undan,
jeg á eptir með krúsina. Við komum í kofánn, sem
uú var hryggðarhús. Gamalmennið lá fyrir dauðan-
Um, og það var auðsjáanlegt, að hann var ekki
vel stundaður síðustu lífsstundirnar. Hann hafði
ónóg rúmföt, lágt undir höfðinu, yfirdýnan ofstutt,.
og náði eiuungis upp á hálft nakta brjóstið, sem
hófst upp og niður í dauðastríðinu. Hann ætlaði
að setjast upp, þegar jeg kom inn, en orkaði því
ekki, en gat einungis rjett mjer liendurnar, sem
fjellu þungt niður á bólið. «Hvernig líður yður,
hæri faðir ?« sagði jeg. »Jeg kom nú til að sækja
yður heim á búgarðinn hans mágs míns, sem er
veiðubúinn til að taka á móti yður«. »Jeg þakka
yður fyrir það, góði herra !« sagði hann. »En guð
hefir til búið mjer betra stað. Hann vill láta mig
fleyja í föðurhúsunum. þar sem jeg sá fyrst dags-
Ijósið, þar á það og að ganga undir. Nú erum við
öll þegar búiu að fá bústað nema einn. Guðblessi
yður fyrir gjöfiua síðast. Eyrir hana hefir bæði
g&thalmennið og drengurinn hresst sig, og jeg hefi
keypt kistu handa litla englinum þarna fyrir þá«.
Hann fjekk hóstakviðu og þagnaði. Jeg leit til
hliðar. þar lá barnið, sem nýlega ljek sjer a.ð'
hlómunum. þar lá það kyrrt og þegjanda með'
sitt blómið 1 hvorri hendi, og kranz um blábleikt