Draupnir - 21.06.1891, Side 90
86
höfuðið og ný útsprungin rós lá á milli hinna föln-
uðu vara.
•Snemma visnað !» andvarpaði jeg, »þú, litla,
blóm !«—»]pjer er borgið«, sagði gömul kona, sem
var móðuramma drengsins. Hún sat við höfðalag-
ið og festi svarta slauffu á húfuna hans. »|>ú
grætur aldrei framar af matarleysi.— Sjáið«, hjelt
hún áfram og snöri sjer að mjer, og tók um aðra
höndina á líkinu og beygði fingurna fram og apt-
ur. »Sjáið hversu litla höndin er liðug ! Dreng-
urinn litli vill fá afa sinn með sjer«. Litla stúlk-
an sat við fótagaflinn á kistunni og hjelt um fæt-
urna, sem stóðu fram undan hinum fátæklega lík-
hjúp, svo sem hún væri að verma þær, því að
hún þrýsti þeim að barminum á sjer, kyssti þær
og vætti með tárum sínum, sorgarinnar sanna bal-
sami.— »Hvert á hún að fara«, stundi nú gamal-
mennið fram, »þegar jeg er dauður ?« »Til mín,
kæri, gamli maður!« sagði jeg, »eða til systur
minnar, sem er góðhjörtuð kona, og mun fara
með hana sem sitt eigið barn. Hún á sjálf ekk-
ert barn«.
»f>á launi guð ykkur báðum !« sagði hann. »Nú
dey jeg rólegur. J>ó hefi jeg enn eina ósk eptir,
—hina síðustu á þessari jörðu. Kistuna mína hefi
jeg geymt í mörg ár. Líkklæðin mín og líkskyrt-
an hafa legið tilbúin. En—mig langar til þess, að
jeg og sonarsonur minn sjeum heiðarlega greptraðir.
Jeg hefi látið hringja og syngja nokkuð yfir öllum
hinum, sem hafa dáið. Presturinn hefir líka lesið
guðsorð við grafir þeirra. En nú á jeg ekkert
meira til.