Draupnir - 21.06.1891, Page 95
1
91
tímabil, þar eð það á ekkert skylt við þennan gras-
stall, og hnýta aptur saman söguna, þar sem jeg
hætti við hana, nefnilega þá er jeg kom aptur til
föðurlandsins.
Síðustu tvö árin hafði jeg ekkert brjef fengið
frá systur minni, af því að jeg hafði um þetta bil
brugðið mjer til Norður-Ameríku, og beðið hana
því að skrifa mjer ekki. Jeg hafði heldur ekki
skrifað í sex mánuði. Hún vissi því hreint ekkert,
hvenær jeg mundi koma. Jeg gat því komið þeim
hjónum á óvart og fór jeg að leggja niður með
sjálfum mjer, hversu jeg bezt gæti hagað því til.
Jeg hafði mjög mikið breytzt á þessu tímabili.
Áður en jeg fór, var jeg, þó að jeg hefði þrjá um
tvítugt, mjög unglingslegur, ef ekki drengjalegur.
Jeg hafði stúlkulegt andlit, rautt og hvítt, ljóst
hár, og um skegg tala jeg ekki. Hinn litli hýj-
ungur, sem jeg hafði vanið á vangana, þurfti að
vaxa hálfan mánuð, til þess að hægt væri að raka
hann. Nú þar á móti var jeg magur og móleitur.
Hárið hafði dökknað og var kembt og klippt á
á enskan hátt. Skeggið var þykkt og rnikið.
Fyrirætlan mín var þannig: Jeg þóttist vera
ferðamaður frá Norður-Amerfku, sem ætlaði að fara
um Norðurálfuna, en hefði lofað skrifara S.........
sem jeg þóttist hafa þekkt í Fíladelfíu, að færa
ættingjum hans í Danmörku munnlega kveðju frá
honum. þessi bellibrögð voru þeim mun betri
viðfangs, sem systir mín talaði vel frönsku og mað-
urinn hennar talaði vel ensku, og til þess að vagn-
stjórinn kæmi ekki upp um mig, fór jeg þangað
með þjóni, er með mjer var. jpegar við komum