Draupnir - 21.06.1891, Síða 97
93
við hana á dönsku. #Jeg heyri, að þjer syngið
frökenU sagði jeg, á franska tungu. »Jeg vona því
að þjer skiljið mig. Jeg er ferðainaður, sem hefi
lofað að færa herra A . . . og konu hans munnlega
kveðju frá fjarlægum vini, um leið og jeg 'færi um
Danavel3i'4É[|^V
»Og hver er pessi vinur — með leyfi að spyrja'?«
sagði hún á frönsku. Jeg nefndi vin minn rjettu
nafni, og sagði, að þegar jeg skildi við hann, hefði
honum liðið vel og verið í Nýju-Jórvík.
»þessi fregnc, sagði hún, »mun stórlega gleðja þau
hjón. — Mjer fellur mjög illa, að þau skuli ekki
vera heima«.
»Bkki mjer«, greip jeg fram í, »því að jeg þakka
því atviki einmitt fyrir þessa hamingju«. Jeg fjekk
ekki leyfi til að slá botninn í kurteisisgaman mitt,
því að frökenin tók frá mjer orðið.
»Jeg ætla að senda boð eptir þeim«, sagði hún
og hringdi um leið. »þau eru ekki lengra í burtu
en svo, að þau geta komið hingað eptir klukku-
stund«.
Jég ætlaði að koma í veg fyrir þetta ómak, en
hún sagði, að það væri óþolanda að draga þau á
svo kærri heimsókn. I því bili kom stúlka. Hún
sagði henni að senda einhvern ríðanda mann
skyndilega til hjónanna, og biðja þau að koma
undir eins heim, því að þessi og þessi væri kom-
inn o. s. frv., og svo bað hún hana að búa til
kvöldverðinn og biðja umsjónarmanninn að koma.
þetta var allt saman gjört. Jeg hafði nægan tíma
til að dást að kurteisi hennar og þroskuðum skiln-
ingi, hinum lifandi, en þó eigi afvegaleiddu, tilfinn-