Draupnir - 21.06.1891, Síða 98
94
ingnm hennar, hinu töfranda æskuyndi hennar,
sem engan keim bar af sveitalegri feimni eða ónátt-
úrlegum tepruskap. Jeg hafði mikla forvitni á að
vita, hver hún var.
»Jeg hefi líklega þann heiður aðtala við dóttur
hjónanna?# spurði jeg um síðir. hnn ætl-
aði að svara mjer, komu þau systir mín. Jeg
endurtók skröksögu mína, og þau tóku bæði á móti
mjer með innilegri velvild. Mjer virtist systir míu
stundum horfa skjótlega og hugsandi á mig, og
mjer flaug í hug, að hún þekkti mig. En smátt
og smátt sannfærðist jeg um hið gagnstæða, og
kættist með sjálfum mjer yfir því, hvað þau öll
glöddust yfir því, sem jeg sagði þeim um vin minn
og hvað vel okkur kæmi saman. »f>jer eruð frá
Norður-Ameríku?« sagði systir mín, »og talið frönsku.
Maðurinn minn talar ensku. Yður mun vera það
kærara, með því það er móðurmálið yðar? Eða er
ekki svo?« »Jú, það er svo, frú mín !« svaraði jeg.
»En franska var móðurmálið hans föður míns,
svo sem nafn mitt bendir á« — jeg kallaði mig
nefnilega La Flcur —, »og svo veit jeg, að þið öll
kunnið þetta mál«.
»Við skiljum líka öll dálítið í ensku«, sagði hún.
»Maðurinn minn hefur sagt okkur báðum til í
henni«. Nú fann jeg ástæðu til að samfagna hjón-
unum, sem ættu svo mörgum kostum gædda dóttur,
og ætlaðist um leið til að fá að vita, hver hún
væri. En jeg græddi ekkert á því. jpau neituðu
hvorki nje játuðu.
Pyrst daginn eptir heyrði jeg hana nefna fröken
Fischer.