Draupnir - 21.06.1891, Side 99
95
Jeg ljezt ætla af stað morguninn eptir, til þess.
að láta neyða mig hæfilega lengi til að dvelja þar
einn eða tvo daga lengur.
Hinn fyrsti, sem jeg mætti við kvöldverðinn, var
fröken Fischer. þegar jeg kom inn, varð hún enn
rjóðari í andliti. Hjarta mitt sagði mjer, að þetta
væri fyrsti morgunroða geisli ástarinnar, og þú
munt heyra, að það var nokkurs konar sannleiki.
Nú fór jeg að eiga erviðara með að leika þennan
uppgjörðarleik lengur. Mig langaði til þess að
faðma systúr mína að mjer, og hefði það ekki verið
vegna þessarrar yndislegu stúlku, þá hefði jeg um
tnorguninn undir eins látið þekkja mig. Jeg sat
líka um að veiða einhverja athugasemd, sem hæg-
lega gat orðið, þegar þau hjeldu, að jeg skildi ekki
lönsku, og jeg fjekk fljótt að heyra nokkuð, sem,
ekki dillaði hjegómadýrð minni. Við morgunverð-
inn sagði systir mín við frökenina:
»Sýnist þjer ekki, að þessi franski Ameríkani sje
dálítið spjátrungslegur‘?«
»Bkki sýnist mjer það«, svaraði hún. Jeg Ijezt
ekki skilja þetta og sagði:
»Var það danska, sem þið voruð að tala? Hún
hljómar fjörugt.« þær hlógu báðar og systir
mín sagði háðslega: »Ef þjer skilduð, hvað frök-
enin þarna sagði, þá mundi yður þykja það heldur
hljóðfagurt«.
Stúlkan mín fagra roðnaði, og fann upp erindi
til þess að komast út úr stofunni.
Jeg kallaði á Billy, fylgdarmann minn, og spurði,
hvort enginn minntist neitt á, hver jeg væri, og
hvað sagt væri um mig.