Draupnir - 21.06.1891, Síða 100
96
Svarti Pjetur minn hló, svo að skein í allar tenn-
urnar, og svaraði eingöngu þessu til allra spurn-
inga minna: »Allt er gott, herra! mikiðgott!« Við
miðdegisverðinn hvíslaði systir mín — þó svo hátt,
að jeg gat vel heyrt það — að fögru ókunnu
meynni:
»Horfðu einungis á gestinn okkar. Jeg held
vissulega, að hann hafi laust vangaskegg«. Stúlk-
an leit niður á disk sinn, en ekki á mig, og mág-
ur minn ljet í ljósi óánægju. Jeg beit mig í vör-
ina og hugsaði með mjer: «þetta skal jeg borga þjer,
með því að láta þig bíða lengur, áður en jeg læt
þig þekkja mig«. Eptir máltíð reið jeg út með mági
mínum, til þess að sjá jarðagóssið hans. Jeg veitti
því litla eptirtekt, því að meðfram kannaðist jeg
vel við það, og þarnæst varð jeg þess áskynja, að
jeg var orðinn ástfanginn. Morguninn eptir hitti
jeg systur mína, sem var komin í ferðaföt. Hún
bað mig að fyrirgefa sjer, að hún yrði að fara frá
mjer, til þess að heimsækja veika vinkonu sína.
»En jeg vonaa, sagði hún í glettni, »að þjer saknið
frúarinnar ekki svo mjög mikið. Erökenin verður
eptir heima«.
Nú gat jeg ekki lengur haldið mjer.
»Systir mín!« sagði jeg og breiddi faðminn á móti
henni Hún flaug með tárin í augunum upp um
hálsinn á mjer. Mágur minn tók vingjarnlega í
höndina á mjer og sagði brosandi: »Konan mín
hefir þekkt þig síðan í gærmorgun. Og hún gekk
á svertingjan þinn líka. En jeg hefi misst veð-
málið mitt, því að hún stóð fast á því, að þú yrðir
fyrri til að gefa þig til kynna«.
/