Draupnir - 21.06.1891, Side 101
97
#En þó hefir hún ekki þekkt vangaskeggið, sem
talaði um í gær við frökenina. Hvaða stúlka
er hún? Og hvaðan er hún?« spurði jeg svo sem
skeytingarlaust. Systir mín svaraði í sama rómi:
»Hún er fré Sjálandi eða Falstri. Faðir hennar
er góður vinur mannsins míns. Hann kom nýlega
til okkar og skildi dóttur sína eptir«.
»Hún er mjög lagleg stúlka!« svaraði jeg.
»Já, hún er það!« sagði hún. »En það er leiðin-
legt, að engar líkur eru til, að hún hafi neitt fyrir
sig að leggja, því að hún er bláfátæk og erfir ekkert
eptir foreldra sína«. þessi athugaserad gladdi mig
hjartanlega. En nú kom ferðavagninn og hjónin
viidu endilega, að jeg kæmi með þeim til bróður
hans. Daginn eptir komum við fyrst aptur. Mjer
hefði verið kærara að vera kyrr, en jeg kærði mig
þó ekki um að hafa á móti því. Jeg varð jafnvel
að fara í burtu, án þess að kveðja hina fögru fröken
Fischer. Mjer fanust tíminn verða mjög langur
þar úti, og tók jeg hvert tækifæri, þegar systir mín
var fjærverandi, til þess að spyrja mág minn um
.um þetta undrunarverða barn. Hann hrósaði henni
mjög og glæddi við það eldinn í hjarta mínu, með
því að hann sagðist vita fyrir víst, að henni geðj-
aðist vel að mjer. — Gleði sú, sem lýsti út úr
hinu fagra andliti hennar, þegar við komum aptur,
staðfesti orð hans. Jú, það var svo greinilega
sjáanlegt, að systir mín hafði orð á því, svo að
stúlkuveslingurinn blóðroðnaði og gekk andvarp-
andi í burtu. jþá nótt hvíldi jeg á rósum. I dög-
un hafði jeg tekið fastan ásetning fyrir mig.
7