Draupnir - 21.06.1891, Page 102
98
Jeg fór undir eius á fætur í þeirri von að finnc
þegar hana, sem jeg vildi finna, og það einsamlí
áður en hjónin kæmu á fætur. Lengi leitaði je;
árangurslaust í daglegu stofunni, í aldingarðinum o;
í öllum skemmtihúsunum. —Nei! hún var hvergi.
Hún hlaut að vera í rúminu. Ungum stúlkum
þykir gott að sofa á morgnana, — mjög gott. Jeg
varð að bíða, en á meðan ætlaði jeg að njóta
morgunloptsins og leitaði þess vegna að eldhúsinu
til þess að kveikja í sígarnum mínum. — Ham-
ingjusama uppfundning! Einmitt þar inni var
engillinn minn í hvítum og fallegum morgunkjól,
til þess að segja viunukonunum fyrir um verk.
Hún bauð mjer góðan morgun með fögru brosi
og sagði með skjálfandi fagurri raust. »Eruð þjer
svona snemma á fótum, herra skrifari?# þóknast
yður ekki að ganga inn í stofuna. Tevatnið skal
verða undir eins búið«. Mig langaði til að segja
eitthvað, en hún lauk upp hurðinni fyrir mjer.
Jeg hneigði mig þegjandi og gekk inn. Rjett á
eptir kom hún. Jeg tók nú í mig kjark og tók í
hönd henni og sagði: «Nú vitið þjer, hver jeg er,
fröken! Viljið þjer æfinlega leyfa mjer að eiga
þessa hönd, sem jeg nú þrýsti upp að ástríku
og hreinskilnu hjarta?«
Hún fölnaði, reikaði, fjell á knje frammi fyrir
mjer og þrýsti brennanda kossi á hönd mjer: »Vel-
gjörari minn og faðir!« stamaði hún. »f>ekkið þjer
nú ekki yðar veslings Evu?« Hún flaut í tárum,
og öll mín tilvera sveimaði í hamingju.
í þessu bili komu þau hjónin inn úr hliðarher-
bergi, og sögðu með kýmni blandinni alvöru: »Höf-