Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 106
102
fyrir þinni verulegu sjón. Ekki fórust þjer þó
svo orð við hann Sigurð í morgun, þegar hann bað
þig um stúlkuna, eins og þjer nægði að sitja við
ímyndunarborðið, þótt þú mættir skreyta það eptir
þinni eiginn vild«. »Bíddu við, kona góð! Jeg skil
fyrr en skellur í tönnunum*, sagði Jón og tautaði
eitthvað fyrir munni sjer, um leið og hann gekk
burt. En hún sat eptir við vinnu sína og raulaði
vísu.
|>au hjón áttu þessa dóttur, er þau töluðu um,
eina barna. Hún var um þessar mundir gjafvaxta,
kurteis, vel að sjer til munns og handa, og búkonu-
efni hið bezta.
|>egar þar við bættist, að faðir hennar var vel
fjáður, var engin furða, þótt margir yrðu til að
hiðja hennar. En Jón gamli, sem eins og sumir
aðrir vildi sitja við þann eldinn, er bezt brynni,
hugði að gefa hana ungum manni, er Ólafur hjet.
Ólafur þessi var einkaerfingi að álitlegum efnum
og þar á ofan smiður góður og líklegur til að hafa
sig áfram.
þessi ráðahagur gat ekki skert virðing Jóns gamla
i neinu, heldu'r þvert á móti aukið hana. |>að mun
óhætt að fullyrða, að hin sterkasta fýsn í brjósti
gamla mannsins var að auka sem mest álit og
virðing manna á sjer, og þótti líta vel mikið &
skildinginn. það er auðvitað, að enginn má án
þess vera. En of mikið má af öllu gjöra. Að
minnsta kosti ætti maður ekki að meta hið fall-
valta mest, nje setja sínar eigin óskir fram yfir
allra annarra. Ólafur var eptirlætisbarn, vanur að
fá vilja sínum fullnægt, hvað sem það kostaði. Og