Draupnir - 21.06.1891, Side 107
þar eð hann vildi ekki bregða vana, þar sem um
eitt aðalhnoss lífsins var að tefla, þá gjörði hann
allt hvað hann kunni, til að tildra sjer fram, en
sverta Sigurð meðbiðil sinn.
Sigurður stóð honum ekki á baki í neinu nema
því, að hann var fátækur. Faðir hans, sem hjet
Friðfinnur og var fátækur bóndi þar í sókninni,
var nú dáinn. En þeir bræður, Sigurður og Jó-
hannes, hjeldu við búinu og gekk það hvorki aptur
nje fram. Jóhannes var eldri. En Sigurður var
nú einungis átján ára, þegar saga þessi gjörðist, og
var það almannarómur, að hann væri hinn fríðasti
og gjörvulegasti ungra manna þar um slóðir. þetta
hafði Olafur heyrt og áleit Sigurð því hættulegan
fyrir munaðarmálin. Honum hafði líka sýnzt Anna
gefa honum miklu hýrra auga en sjer. En hann
hafði auðinn og um leið Jón föður hennar með sjer,
enda neitaði Jón Sigurði — þrátt fyrir ítrekaðar
bænir þeirra mæðgna. Og til þess að þau Sigurð-
ur og Anna næðu ekki aptur að tala saman, kom
hann dóttur sinni fyrir í næstu sveit, þangað til
hún skyldi giptast. Onnu var þvernauðugt að
ganga að eiga Olaf. tEn hún var hlýðin dóttir, og
skoðaði það sem helgustu skyldu sína að gjöra vilja
föður síns, þótt henni segði þungt hugur um ráða-
haginn. Hún var send burt þennan dag, sem þau
hjónin áttu samræðu þá, sem áður er getið, og
því var Kristjana svo úfin í geði. Hún unni dótt-
ur Binni rjettilega, og því vildi hún heldúr, að hún
fengi að ganga eptir hjarta sínu, heldur en að láta
uiann sinn vera að elta þanu auð, sem ávallt er
fallvaltur. En þó að Kristjana væri stundum skor-