Draupnir - 21.06.1891, Síða 109
105
»Sæl vertu, Anna!« heyrði hún sagt að baki sjer.
Hún snöri sjer við og sá, að þar var kominn Sig-
ur, fornvinur hennar.
»Láttu þjer ekki verða svo bylt við«, sagði hann,
»þótt jeg ónáði þig svona seint. Jeg er nú að yfir-
gefa hjeraðið, og mig langar til að tala við þig að
eins fáein orð, áður en jeg fer«. Anna fölnaði við
þessa fregn, en fylgdi honum þegjandi út á túnið.
þar settust þau niður undir hól einum.
»Jeg veit, að þú ert lofuð 01afi«, sagði hann,
#þótt þú værir mjer lofuð áður. En hví hefir þú
flitið og fyrirlitið mig ? Hvað hefi jeg unnið til
saka ? Brjef mín hefir þú sent mjer aptur með
þeirri bón, að jeg hætti að skrifa þjer#.
*Villtu, að jeg segi þjer það, sem þú veizt full-
vel áður ?« sagði hún.
»Já. Jeg hefi gaman af að heyra það enn einu
sinni«, sagði hann glottandi.
»Jeg hefi gjört það, af því að faðir minn hefir
heitið mig 01afi«.
»Jú, jú ! En með Olafi verður þit aldrei lánsöm.
Hefirðu íhugað það?«. »|>að kemur ekki þessu
máli við. þ>að verður að fara sem auðið er. Faðir
minn vill það, og jeg hlýt að beygja mig undir
vilja hans. Til hvers á jeg þá að vera að draga
þig á tálar og Olaf líka, með því að vekja vonir,
Bem aldrei geta rætzt«.
»Draga á tálar?—segir þú. Getur þú frekar svikið
mig og dregið á tálar en þú hefir gjört ?«
»Jeg hefi hvorugt gjört af eiginni vild. Jeg hefði
bæði haldið orð og eiða, ef jeg hafði haft færi á
því. Brot mitt er ekki annað en það, að jeg beygi