Draupnir - 21.06.1891, Síða 111
107
henni höndina þegjandi, stje á bak hesti sínum,
auðsjáanlega reiður, og þeysti á burt. Hún sat
lengi ein eptir, og þegar hún kom heim um kvöldið,
var henni illt. Hún lá rúmföst í nokkura daga, og
vissi enginn, hvað til kom.
Nokkuru seinna sótti faðir hennar hana. Fjekk
litla scúlkan, sem hún annaðist og Sigurbjörg hjet,
að fara með henui að gamni sínu og vera í veizl-
unni. Allir söknuðu hennar á bænum, þar sem
hún hafði verið, því að hún var hvers manns hug-
ljúfi, enda fögnuðu henni allir á Brekku, þegar
heim kom. Hún var jafnan fálát, en alvörugefin
og fastlynd.
Nokkurum dögum áður en brúðkaupið skyldi
standa, sat Anna inni í svefnherbergi sínu og Ólaf-
i ur hjá henni. Hann var eins og nærri má geta
hinn kátasti, þar sem hann stóð við takmark gæfu
sinnar. Jeg hefi lengi ætlað að tala við þig nokk-
ur orð, Olafur!« sagði hún og skóf um leið
þvengina á brúðarskónum, sem hún hafði í hönd-
unum.
»Láttu mig heyra, elskan mín !« sagði hann og
tók um leið yfir um hana.
»Jeg veit ekki, hvernig þjer kann að falla það í
geð, sem jeg ætla að segja þjer», sagði hún. »En
jeg hefi nákvæmlega íhugað allt, og álít rjett að
láta þig vita, að hverju þú hefir að ganga, því að
enn er tími til að snúa aptur. Jeg hefi einlægt
verið að draga það, af því að jeg hjelt, að þú
mundir spyrja mig um vilja minn. En þú hefir
enn ekki gjört það. Faðir minn hefir lofað að
gefa þjer mig fyrir konu, og það þótti þjer nóg.