Draupnir - 21.06.1891, Síða 112
108
f>að var líka nóg til þess, að jeg yrði konan þi'n.
En það var ekki nóg til þess að vinna hjarta mitt.
Eða hví vildir þú ekki hana Bergljótu á Gili, sem
foreldrar þínir bentu þjer á?«
»Af því«, sagði hann, «að jeg vildi eiga þig, en
ekki hana, og ástin lætur ekki skipa sjer«.
»Jeg var lofuð öðrum, sem jeg unni«, sagði
hún.
»Honum Sigga, galgopanum ?« sagði hann kým-
inn.
»Galgopi eða ekki galgopi? það kemur ekki
þessu við. En ekki vinnur þú hylli mína með því
að ámæla honum. En við erum komin út frá efn-
inu. Jeg ætlaði að segja þjer, að jeg elska þig
ekki. Jeg giptist þjer af hlýðni við föður rninn,
ekki af ást til þín. En reynir þú til að umbera
mig og vinna hylli mína, efa jeg ekki, að hjú-
skapur okkar geti farið vel fyrir það, þvf að jeg
muu eins reyna að gegna skyldu minni sem eigin-
kona eins og dóttir. Ug verði í fyrstu nokkut
brestur á frá minni hlið, veiztu, af hverju hann
er sprottinn. Jeg mun þó reyna að gjöra mittrhið
bezta. þorirðu að ganga að ókostum þessum ?«
»Jú, náttúrlega, enda er nú orðið ofseint að
kippa í liðinn, þar sem veizludagurinn er ákveð-
inn«.
»þó er betra seint en aldrei», sagði hún og skildu
þau svo talið. Hann gekk til föður hennar, til að
gjöra með honum áætlun um veizlukostnaðinn og
fleira þar að lútanda. En hún sat eptir og studdi
hendi undir kinn og þerrði við og við tár af aug-
um sjer.