Draupnir - 21.06.1891, Page 113
109
Svona gengur það stundum. Enginn veit, hvar
skórinn kreppir að, nema sá, sem ber hann.
uþú ert heldur brúðarleg núna, þykir mjer!« sagði
móðir hennar, sem kom að í þessu. »Er þjer svona
þvert um geð að eiga 01a£?»
«Við skulum ekki tala um það, móðir mín ! Jeg
vona, að allt fari vel. Jeg sagði honum, að hverju
hann hefði að ganga, og gaf honum í sjálfsvald
að snúa aptur, ef hann vildí«.
»þú hefir þó aldrei sagt honum, að þú elskaðir
liann ekki ? það er ekki hyggilegt, barn mitt 1
því þó að hreinskilni sje vissasti grundvöllur vin-
áttunnar, þá gaztu þó ekki sett verra stein á veg
þinn, en þú hefir gjört með því. Karlmenn þola
konum sínum allt, ef þeir hugsa, að þær elski sig.
|>að hefi jeg sjálf sjeð, þótt jeg hafi ekki reynt það,
því að jeg elskaði og elska föður þinn heitt».
»]pað er komið sem komið er«, svaraði Anna.
»Jeg vil heldur vera hreinskilin, þótt jeg fengi þess
vegna að kenna á hörðu, en eiga betri daga og
þurfa að leika sjónhverfingar«. Fjell svo þetta tal
niður.
Nú kom veizludagurinn og múgur og margmenni
streymdi að úr öllum áttum.
»Hvernig hyggur þú til hjúskaparins, dóttir
mín ?», sagði Jón gamli við Onnu, er kom inn til
hans.
»Dável, faðir minn ! En sá veit gjörzt, sem
reynir«.
»Jeg er nú að telja út heimanmund þinn, þúsund
dali».
»Heyrðu, faðir minn! Láttu hann vera níu