Draupnir - 21.06.1891, Síða 115
111
Gjörðu það, sem jeg bið þig, Jóhannes minn ! og
tölum svo ekki um það meira«.
»Svo skal vera«, sagðí hann og fór burt.
»Anna mín! Ertu hjer?« heyrðist kallað fyrir
utan dyrnar. |>að var móðir henuar, sem talaði.
»Já, jeg er hjer«, svaraði Anna.
»Ef þú hefir tíma til, þá klæddu hana litlu lags-
konu þína. Hún vill ekki þýðast neinn nema þig,
ekki sízt þegar hún veit, að þessi dagur er ykkar
síðasti samverutími«. Anna brosti, tók við barn-
inu og lok iyrunum. f>egar hún hafði klætt
Böggu litlu, hoppaði barnið um gólfið af á-
nægju, og nærri grjet af gleði, og gekk ýmist
til Onnu og kyssti hana eða hjelt áfram gleðiláti
unum.
»Anna mín !« sagði hún. »Ertu aðgra. - af fallegu
fötunum þínum ?»
»Ónei, barnið gott ! f>ú skilur ekki tárin mín
fremur en jeg þín, þegar þú grætur yfir fallega
kjólnum þínum, og þó verðurðu ef til vill einhvern
tíma, eins og jeg, að fórna hjarta og tilfinningum á.
blótstalli metorðagirndar og gróðafíknar«.
Barnið skildi hana ekki. Hún svalaði hjarta
sínu með heitum tárum, og litla stúlkan hjelt, að
það væri af gleði yfir fallegu fötunum, því að af
slíku táraðist hún. Svona er ólík áhyggja hinna
eldri og hinna yngri.
Veizlan byrjaði og endaði vel. Brúðhjónin riðu
^aginn eptir til bús síns, og bar ekki á öðru, en
samfarir þeirra væru góðar. Liðu svo fram tímar,
ekkert sjerstakt bar til tíðinda.