Draupnir - 21.06.1891, Page 116
112
Nú víkur sögunni til Sigurðar. Hann byrjaði
skólanám að áeggjan Jóhannesar bróður síns, en
enginn vissi, hvernig hann, svo fátækur maður, gat
styrkt hann. Eptir fimm ár var hann útiærður.
A sumrum var hann í kaupavinnu, en aldrei vitjaði
hann átthaga sinna á þeim tíma. Jóhannes bróðir
hans sat að búi sínu, og var jafnan fjelítill, og átti
tvö velgefin börn.
»Hvað ætlar Sigurður bróðir þinn fyrir sjer ?»
sagði Anna eiuhverju sinni við Jóhnnnes, er þau
voru tvö ein.
«Hann sagði mjer í seinasta brjefi sínu, að sig
langaði til að fara utan og lesa lögfræði, en jeg
býst þó ekki við, að hann geti það. Hann sagðist
verða hjer á ferð í haust«. Nokkuru síðar fund-
ust þau aptur að máli, Anna og Jóhannes. Fjekk
hún honum þá pyngju með 100 dölum í, og bað
hann að fá þá Sigurði, en um fram allt að láta sín
ekki getið þar við. »þeir eru að mestu leiti fyrir
kvensilfur mitt. Jeg hefi ekki lengur gaman af
þessu prjáli#, sagði hún, og skildu þau svo talið.
Nú kom haustið. Grösin voru lögzt í höfgan
vetrarsvefn og jörðin varð sem gamalmenni á grafar-
bakkanum, skreytt gráum hærum.
Nú var hún fölnuð að yfirlitum og hrímfrostið
breiddi gráhvíta víravirkis-hjelublæju yfir svip henn-
ar, er gjörði hana jafnvel enn tignarlegri en í blóm-
skrúði sumarsins. Úti fyrir bæjardyrum hjá Jó-
hannesi sátu tveir menn og áttu tal saman um
landsins gagn og nauðsynjar. Síðan vjek talið að
öðru. Annar þeirra var bóndinn sjálfur, en hinn
var Sigurður bróðir hans. Hann var hærri en til