Draupnir - 21.06.1891, Síða 124
120
heitmær þín, sem þá var barn, kom inn til hennar,
þá grjet hún, hvort sem það þá hefir lagzt í hana,
sem nú er fram komið. En hverjum heldurðu, að
þú skuldir peninga þá, er jeg ljet þig hafa? Veiztu,
hverjum þú átt gæfu þína að þakka?«
»Nei. það hefi jeg aldrei hugsað um. Jeg held
þjer«.
»Mjer? Nei! Gripir þínir voru fáir og þeir
fjellu flestir harða vorið. þú skuldar þá engum
öðrum en Onnu. A brúðkaupsdegi síuum fjekk
hún mjer 100 dali, líklega þá, sem hún seldi frelsi
sitt fyrir, og áður en þú sigldir, fjekk hún mjer
aðra 100 dali; er hún fjekk fyrir kvensilfur sitt,
og það lítið, sem jeg hefi verið að senda þjer við
og við, hefir verið frá henni, því að jeg hefi ekkert
haft afgaugs«. Jóhannes þagnaði, en Sigurður sat
náfölur og sagði loksins:
»Hví sagðir þú mjer þetta ekki fyrr?«
«Af því að í dag var jeg fyrst leystur af þagnar-
heiti því, er hún tók af mjer«.
»Hún hefir hefnt sín og það betur en hún sjálf
veit«, sagði sýslumnður með þungum svip, og jeg
má ekki saka þig. þessarra peninga hefi jeg þurft,
og þeir hafa gefizt mjer vel«.
Næstu nótt lagðist hann ekki til hvíldar, heldur
gekk um gólf. Hann var í hárri stöðu, umkringd-
ur af vinum og allsnægtum, og ljek allt í lyndi
fyrir manna augum. En löng og dimm eru leyni
mannlegs hjarta.
Veizludagurinn kom og endaði. Allir tóku til,
hvað brúðguminn var alvarlegur og þungbrýnn, þar
sem hann sat á brúðarbekknum hjá blíðri og ungri