Draupnir - 21.06.1891, Page 125
121
stúlku. Hann sá nú fyrst um seinan, að Anna
var verðug ástar hans. I hefndarskyni hafði hann
lagt fyrir sig menntaveginn. í hefndarskyni kvong-
aðist hann nú. En sú, sem hann ætlaði að hefna
sín á, hafði þá fullnægju að hafa sjálf rjett að hon-
um vopnin.
Jón gamli sat ekki veizluna. Anna var frammi-
stöðukona og fórst allt vel. Sýslumaður hafði af
ásettu ráði gengið inn í skrifstofu sína, til þess að
komast hjá að kveðja Onnu, og hafði mælt svo
fyrir, að hann yrði ekki ónáðaður um kvöldið, því
að flestir af gestunum voru farnir. En allt í einu
var klappað á hurðina og Anna stóð frammi fyrir
honum í ferðafötunum. þ>arna stóðu þau stundar-
korn án þess að mæla. Loks segir sýslumaður
með skjálfandi rödd:
»Anna! Jeg skulda yður mikið, og —.« »Ef svo
er«, tók Anna fram í, »þá borgið þá skuld konu
þeirri, sem þjer hafið gefið hönd og hjarta. Hún er
aeskuvina mín. Jeg kem nú til að kveðja yður —
líklega til fulls«.
»Hvernig þá?« segir sýslumaður náfölur.
»það fáið þjer bráðum að heyra«, og eins og snæ-
ljós var hún komin út úr dyrunum. Sýslumaður
sá hana ríða úr hlaði, þar sem hann gekk um
gólf í herbergi sínu. »Misst — unnin — og aptur
^Qisst* —, mælti hann við sjálfan sig, — »allt fyrir
^Qisskilning og þverúð. Hörð er konuhefndim.
Litlu síðar flutti Jón gamli búferlum í aðra sýslu
að áeggjan Onnu.
Samfarir þeirra sýslumanns og Sigurbjargar voru
góðar. Hann var konu sinni blíður og eptirlátur og