Draupnir - 21.06.1891, Síða 126
122
hún unni honum hugástum, og fann ekki það, sem
aðrir þóttust sjá, að hann væri henni svo af skyldu-
rækni, en ekki ást. Hvað sem um það var, varð
sambúð þeirra stutt. Heílsu hennar hnignaði, og
ári síðar ljezt hún að afstöðnum barnsburði, og voru
móðir og dóttir lagðar í sömu gröf. Að vísu sakn-
aði hann kouu sinnar, en bar þó missinn með
stillingu. Fólk var að stinga saman nefjum um,
hvort hugur hans mundi ekki vera eins nálægt
Onnu og hinni framliðnu. Vera má, að svo hafi
verið, því að rúmu ári síðar, fjekk Anna brjef,
sem olli henni megnrar áhyggju. Faðir hennar
komst einhvern veginn að efni þess, og fólk sá,
að hann gekk eptir henni þvínær nótt og dag. En
það kom fyrir ekki.
»Sigurður er að vísu gimsteinn«, sagði hún, »en
einn af þeim, sem þarf heilan mannsaldur til að
slípa, því það, sem hans heita og viðkvæma hjarta
Ies honum fyrir, dregur þessi kalda veraldarspeki
óðar strik yfir«. Og þótt Jón, sem var orðinn æfð-
ur í skóla lífsins, fullvissaði hana um, að hinn há-
leiti lífstilgangur væri að slípa manneðlið, unz það
næði aptur sinni fólgnu fegurð, kom það fyrir ekki.
Hún svaraði brjefinu, og allt fjell svo ígleymsku og
dá, — nema hjá föður hennar. Hann tók sjer þetta
nærri, en nú gat hann ekki lengur beitt föðurvald-
inu.
Nú er að segja frá sýslumanni.
Póstur var nýkominn, og meðal brjefa þeirra, er
voru til sýslumanns, var eitt með svörtu lakki.
Hann gekk með það inn í svefnherbergi sitt, lok-
aði því að sjer og opnaði brjefið eins hægt og í