Draupnir - 21.06.1891, Síða 127
123
því væri gullsandur, er hann -óttaðist að missa
eitt korn af. Hanu las það upp aptur og aptur
og brá lituin. Loksins lagði hann það á borðið og
mælti, um leið og hann fór að ganga um gólf:
»Undarleg er Anna. En satt er það, sem Jó-
hannes sagði, að varla mun finnast veglegra hjarta
en hennar'? Nú skal jeg reyna að finna hana sjálf-
ur, ekki með upptekinni hörku, heldur eins og
tnjer er eiginlegt. Dugi það ekki, legg jeg árar í
bát, og leyfi hverjum, sem getur, að komast inn í
helgidóm tilfinninga hennar. þær eru þá ekki
lengur mannlegarn. þ>arna fann hann það ráð, sem
hann hefði fyrr átt að finna.
Nokkuru síðar tók sýslumaður sjer ferð á hend-
Ur með Jóhannesi bróður sínum til Jóns gamla.
þegar liann hjelt heimleiðis aptur, var hann kvænt-
ur Onnu. þegar þau fundust aptur eptir svo lang-
an skilnað, urðu allar grundvallarreglur að víkja
fyrir hinu ósigranda afli ástarinnar. Jón gamli
játaði, þegar hann sat þessa veizlu dóttur sinnar,
að sjer geðjaðist betur nautn hinna verulegu gæða
en hinna ímyuduðu. En hann bætti því við:
»Allir eru þó ekki eins og jeg, og mörgum kann
&ð nægja það og jafnvel þykia það eins gott. Jeg
hjelt einu sinni niðursetu-kerling, sem einlægt var
að töggla á einhverju, þótt hún hefði engan mat, og
þegar jeg spurði hana, hvað hún væri að tyggja,
sagði laún, að það væri steikin og sælgætið, sem hún
hefði haft í kaupstaðnum, þegar hún var þar vinnu-
kona. — Og svona kunna fleiri að vera skapi farnir«,
bætti hann brosandi við. Jón þóttist allmikill
spekingur í þessarri grein. Hvort það hefir verið