Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 134
'30
Um tímatal Indíána.
Indíánar tákna tímadeiling undarlega og einkenni-
lega, svo sem þeim er lagið. þeir telja eigi eptir
árum, sem miðuð eru við göngu jarðar umhverfis
sólina. En þeir telja eptir vetrum (ivaniyetu), sem
þeim eru minnilegir sökum frosta og þráuta. |>eir
telja og eigi eptir dögum, heldur eptir nóttum eða
»svefntítna« (ivoistimna). |>eir hafa engar vikur,
en telja svo og svo margar nætur (svefntíðir) allt
að mánuði. En mánuðina kalla þeir tungl. þ>eir
ætla, að tunglið vaxi náttúrlegum vexti og sje lifr
anda og hafi beinlínis áhrif á öll lífskjör manna.
Breytingar tunglsius, vöxt og þverran, skýra þeir
á þann hátt, að mýs nagi það upp, þar til er það
sje nærri því gjöreytt, en síðan vaxi það aptur.
Nöfn mánaðanna eða tunglanna eru einkennileg:
Janúar, ivi-te-hi, harðindatungl.
Eebrúar, wi- cu-ta-wi, rakkúns^-tungl.
Marz, ista-wi-cayazan-ivi, augndepru-tungl.
April, magaokada-wi, gásavarps-tungl.
Maí, wosa-pi-wi, sáningartungl.
Júní, wasnustecasa-ivi, tunglið, er jarðberin verða
rauð.
Júlí, canpasupa-wi, tunglið, er steinberin (choke-
cherries) verða fallþroskuð.
Agúst, ivasuton-wi, uppskeru-tungl.
September^tpsínhnaketu-wi, hríssöfnunar-tungl.
Október, wi-wasupi, hrísþerrunar-tungl
Nóvember, takiynha-wi, dýraveiða-tungl.
Desember, tahecapsun-ivi, hornfellingar-tungl.
1) Rákkún er araávaxið spendýr í Araeríku, er ágætt
skinn fæat af.