Draupnir - 21.06.1891, Qupperneq 136
132
hann lifði. Að öðrum kosti mundi andinn sækja
að honum, og matur hans mundi verða bragðlaus,
og hanr. sífellt kveljast af hungri.
Sá kynþáttur trúir því, að áður en andinn fer
algjörlega af jörðunni, þeirra manua sem deyja af
sárum eða þeirra afleiðingum, sveimi að kletti ein-
um, sem slútir fram yfir Missoury, ekki langt frá
þeim stað, er nú heitir Santee Agency í Nebraska,
og grafi þar á klettana mynd, sem sýni dauðdaga
þeirra. f>á er andinn hefir rist þessar huldu rún-
ir, fer hann alfarinn til landsins hinu meginn. f>að
er mælt, að frændur og vinir hins látna skilji
greinilega þessi merki. f>ennan stað nefna þeir
Ingtliun-gtac-he-ha-gha-ee-thun o:.þar sem andarnir
gjöra myndir af sjálfum sjer.
Sjálfsmorð eru hætt að koma fyrir á meðal þeirra,
því að sá, er það gjörir, deyr alveg út og kemur
eigi til landsins hinu meginn. Sá, sem verður drep-
inn af þrumu, er grafinn þar sem hann hneig nið-
ur, og í sömu stöðu sem hann andaðist. Gröf hans
er fyllt með mold og ekkert leiði er hlaðið yfir
þá, sem þannig deyja, því að þeir halda, að þeir,
sem deyja svo voveiflega, deyi í guða reiði.
Merkilegt drykkjarhorn.
A búgarðinum Hóli í Eannbúi (í Noregi) er til
drykkjarhorn, sem er að miklu leiti gulldrifið, með
silfurhring að ofan. A gullplötum þeim, sem éru
á horninu, standa nöfn konunga þeirra, sem hafa
drukkið úr því, í þessarri röð : Kristján 5. 1685,
Friðrik 4., Kristján 6. 1788, Iíarl Jóhann og Óshar
prinz (síðar Óskar 1.) 1815, Karl 15. 1860.