Draupnir - 21.06.1891, Side 140
13«
til nefndi hann menn, sem áttu að gæta þess, að
ekkert illt mætti brúðgumanum og brúðmeyjunum.
Nokkurir af gestunum gengu nú til hvílu, en unga
fólkið fjekk mann, sem ljek á hljóðfæri, til þess
að spila danz-lög, og nú var danzað til morguns.
Voru þá umsjónarmennirnir vaktir, og þeir vöktu
síðan brúðhjónin. Nú byrjaði hið erviðasta verk
umsjónarmannanna, því að gestirnir voru fingra-
langir. Ef þeir gátu náð í nokkuð, sem bruðgum-
inn átti, fóru þeir með það til brúðarinnar, og þágu
góðgjörðir fyrir. þegar brúðurin hafði fært sig í brúð-
arskartið, gaf hún gestunum rúsínur og plómur og
mjöð. Eptir það fengum við brúðarsúpu, eins kon-
ar plómuhræring. Eptir það sló trumbuslagarinn
trumbu sína. það var byrjan brúðargangsins.
Eptir það hjelt kjallaramaðurinn ræðu fyrir brúð-
hjónunum. Síðan gekk hópur niður að bátunum.
Brúðhjónin tóku sjer sæti á miðþóptunni í stærsta
bátnum. Við hlið þeirra sat hljóðfæraleikarinn, og
trumbuslagarinn sat í stafninum. Einn báturinn var
fullur af ungum skotmönnum, sem skutu hverju
skotinu á fætur öðru.-
011 þessi brúðarför var mjög hávær, þangað til
við lentum við þorpskirkjuna, sem var mjög
fögur.
Eptir hjónavígsluna gengum við aptur til bátanna
og tókum uestið, sem við höfðum haft með okkur.
Nú byrjaði heimferðin. Og um hinn rólega fjörð
samhljómuðu skot og söngur, trumbusláttur og
fiðluspil.
þegar við við vorum komin til húsa brúðhjón-
anna, stóð kjallaramaðurinn úti fyrir og hjeft langa