Draupnir - 21.06.1891, Side 144
140
Nú ganga brúðurin og brúðguminn um kring í
stofunni og heilsa öllum gestunum. I bráðhjóna-
fylgd þessarri geta opt verið yfir fimmtíu ríðandi
manna, og það er stórkostleg sjón að sjá alla þessa
mörgu gesti ríða um fagurt byggðarlag til kirkj-
unnar. Bmbættisfólkið er: brúðsveinarnir, brúð-
konurnar og brúðmeyjarnar, brúðgumamennirnir,
og þar að auki kjallaramaðurinn, höfuðsmaðurinn
og bóndinn. þessir menn eru náttúrlega mest
metnir aðrir en bráðhjónin. Trumbuslagarinn ríð-
ur fyrstur og slær trumbu sfna af öllum mætti, en
höfuðsmaðurinn ræður ferðinni, og við hlið hans
ríða þeir, sem á hljóðfærin leika. þar eptir koma
brúðhjónin og brúðsveinarnir, sem verða æfinlega
að vera nálægt brúðinni til þess að hjálpa henni.
Hattur brúðgumans er umhverfis börðin allur þak-
inn með skúfum, sem ná niður á hnakka og slást
stundum í andlitið á honum. það er »jólaþráður*,
sem ungu piltarnir fá í jólagjafir hjá ungu stúlk-
unum. Sá, sem hefir verið í miklu uppáhaldi hjá
þeim, hefir stundum heila hespu af þessurn jóla-
þræði, sem hann hengir upp í loptið á herbergi
sínu, og gjörir hann það líklega til þess að hafaþá á
heiðursdegi sínum.
Brúðarskarinn er nú kominn til kirkjunnar og
þá segir höfuðsmaðurinn prestinum til.
I kirkjunni er um fram allt tekin tilsjón til tign-
ar eða stöðu hvers eins. Brúðhjónin ganga fyrst
að altarinu, svo höfuðsmaðurinn og brúðsveinarnir,
og þar næst brúðkonurnar og brúðgumamennirnir.
|>ar eð það er því meiri heiður fyrir brúðhjónin,
því fleiri sem offra, þá offrar stundum allt fólkið,