Draupnir - 21.06.1891, Page 148
144
hoser, og ýmsar myndir koma út á prjónlesinu, svo
sem ess, tiglar, rúður, rósir og stjörnur o. s. frv.
Ráðaþáttur.
Grasaseyði við brjóstveiki.
1 mörk af hreinum fjallagrösum er látin í 4
potta af vatni. Síðan er það soðið niður til þriðj-
unga. Svo er pd. af kandíssykri látið saman
við. Lögurinn er þá síaður frá og látinn á flöskur.
Af því seyði er sjúklingnum gefin 1 matskeið kvöld
og morgna.
Við hálsveiki (diphteritís).
Indiánar leggja saltað flesk eða kjöt, sem hefir
Verið bleytt í terpentínu, utan um hálsinn og skola
hann svo innan með brennivíni. þ>essa aðferð
hafa hvítir menn tekið eptir þeim og heppnazt
vel.
Við frostbólgu.
1 pund af álúni er brætt í 4 pottum af vatni,
og limur sá, sem frostbólgan er í, er þveginn upp
úr þessu á hverju kvöldi, áður en gengið er til
hvíldar, og það er gjört í 5—8 daga í röð, og verð-
ur vatnið að vera svo heitt sem unnt er. Tilfinn-
ingin hverfur og skinnið fær aptur sinn vanalega
lit.—Önnur aðferð er sú, að þvo sjer upp úr snjó
og nudda síðan hendurnar með krít og sofa með
vettlinga.
Gæsamergur er sögð góð lækning við reform-
um.