Draupnir - 21.06.1891, Page 154
150
blöðin tekin upp og látin þorna, og borið á þau
volgt snikkaralím með fíngjörri fjöður. þ>að má
eigi klessasc. ]pegar límið er orðið þurrt, eru þessi
blöð og blóm negld á borð, sem líkust útrennu
þeirri, sem verið er að gjöra eptir. |>etta má
negla á pípubretti, lampabakka o. fl.
Eins konar treflaprjón.
4 prjónar eru hafðir og 19 íyklcjur á hverjum
prjóni.
Fyrst eru ð lykkjur prjónaðar sljettar af oddin-
um og þá er farið að mynda götin þannig:
Bandið er lagt upp á prjónsoddinn í hægri hendi
á milli hverrar lykkju, þangað til að þau eru orðin
8 (böndin nfl.). þ>á eru prjónaðar 5 sljettar lykkj-
ur aptur, en þeim 3, sem eptir verða á prjón-
unum, er brugðið.
Onnur umferð er prjónuð úr öllum götunum, og
farið að taka úr þessar 5 rjettu, og er byrjað á
að taka úr næstu götunum og á að fækka þessurn
5, þar til ekki er eptir nema 1 af þeirn hvoru
megin við götin. f>á eiga að vera jafnmargar á
og þegar upp var fitjað. |>á er aptur farið að
búa til götin og prjónað eins og áður var sagt
fyrir. jpað eiga að vera 5 umferðir í hverjum
kafla. Götin eru búin til í hinni fyrstu og tekin
úr í hinni fjórðu, allt af 2 á hverjum prjóni í
þeim 4 umferðum. jpegar höfð eru litaskipti, verð-
ur að gjöra það í þeirri umferð, sem götin eru
fyrst mynduð í.
Uppbrot á húfur.
Ef upp er fitjaður hólkur, er önnur lykkjan