Draupnir - 21.06.1891, Side 160
156
byrðis órói eyddi því og nokkurir harðræðisraenn
Gyðinga neyddu Rómverja móti sjer og til að brenna
musterið, er Títus keisari leit sjálfur, er jafnan var
í styrjöldinni og ljet bæði eyða landinu og staðn-
Um, en aumkvaði alþýðu, er vjeluð var af foringj-
um uppreistarmanna. Dró hann lengi að ganga í
borgina, inntaka hana og eyðileggja, og jafnan,
meðan umsátrið varaði, gaf hann þeim stundir til
þess að íhuga ráð fyrir sjer og breyta hugum sín-
um. Rn lasti mig nokkur um það, að jeg riti
öndvert sögum sagnaritara fyrir mig, og kalli mig
allandyrðan óaldarmönnum og harðræði þeirra,
og að jeg klagi sáran forlög föðurlands míns, þá
bið jeg menn vorkenna hryggð minni, því að af
öllum borgum, þeim er legið hafa undir veldi Róm-
verja, er engin, er svo hafi hamingjusöm og göfug
verið, eður fallið í eymd svo ægilega sem vor, svo
að öll sú óhamingja, er frá upphafi hefir yfir mann-
kynið dunið, er sem ekkert að telja hjá því, er oss
Gyðinga henti, og hið hryggilegasta ér, að þeir
sjálfir voru öll orsök allra óskapa þeirra, en enginn
framandi, svo að jeg á engan vegmádylja harma
mína, og skyldi nokkur vera svo harðlyndur, að hann
eigi að síður illa dæmdi um meðaumkvan mína
yfir þjóð vorri, svo gæti hann að eins frásagn-
arinnnar, en láti ritarann harma sjer einan.
(Framhald).