Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
105
langa sögu, sé á háu stigi og hafi víðtækar afleiðingar,
þurfa aðgerðirnar að vera sérstakar, fara fram utan skóla og
taka tiltölnlega langan tíma. Þurft getur að fræða og leið-
læina foreldrunum, heita leikaðlerðum og leiðbeininga-
fræðslu, en allt þetta í senn er nauðsynlegt að skipuleggja
og samræma. Þess vegna er nauðsynlegt um fram allt, að
aðgerðirnar séu skipulagðar og stjórnað af stofnun utan
skólans — sálfræðiþjónustu í skólum, barnauppeldisstöð í
læknisumsjá eða fræðslumiðstöð. Auðvitað yrði slíkt gert
í samvinnu við skólana og heimilið, ef unnt væri. Á hinn
bóginn þyrfti þessa ekki við, þegar um minniháttar van-
gengi er að ræða. Þar dygði til úrbóta að hafa samvinnu
við kennara og foreldra. Þetta gæti einnig átt sér stað, þó
að barnið héldi áfram að vera í skóla. Þegar um er að
ræða greindarleysi eða óvenjulegan seinþroska þarf sér-
kennslu og sérstakt námsefni, en sé um vanvitahátt eða
vangefni að ræða, þarf séi'stök viðfangsefni eða þjálfun á
sérstofnun. Erlitt er þó að koma þessu í framkvæmd, þar
sem fræðsluyfirvöld ráða því, hvort farið er að ráðum sál-
fræðinga, eftirlitsmanna eða kennara, og þau láta stjórn-
ast af fjárhagssjónarmiðum, sinnuleysi, fáfræði og stundum
andúð.
Áður en atlnigað er í smáatriðum, hvernig skipuleggja
skuli urbætur í ýmsum atriðum, væri rétt að slá nokkra
varnagla.
1. Öll rök hníga að því að skipulagning og stjórn þess-
ara aðgerða skuli vera í höndum fræðsluyfirvalda.
2. Aðstoð við barn, senr reynist hjálpar þurfi, ætti að
fara fram fljótt. Það er miklu betra að aðstoða barnið,
þegar Jrörf Jress er mest, jafnvel þótt ekki sé völ á færustu
kunnáttumönnum.
3. Varast ber kennaranum að halda, að hvert barn, sem
miður gengur, á í erfiðleikum, brýtur smávegis af sér eða
sýnir minni aðlögunarhæfni en skyldi, þurfi á sérfræði-
aðstoð að halda. Kennarar Jrurfa Jjví að vera sínir eigin