Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 69
MENNTAMÁL
155
á fáum áratugum þróazt úr landbúnaðarlandi í iðnaðar-
land. Þungamiðja efnahagslífsins í Þýzkalandi lá ekki leng-
ur í hinum víðáttumiklu kornökrum í austri, þar sem aðall-
inn réð ríkjum, heldur þar sem verksmiðjureykháfarnir
gnæfðu í iðnaðarhéruðunum í Neðra-Saxlandi, við Rín og í
Westfalen. En þrátt fyrir aðstöðu sína í athafnalífinu heppn-
aðist borgarastéttinni ekki að ná forystunni á stjórnmála-
sviðinu. Ríkisþingið varð ekki mikilvægasta stofnun ríkis-
ins. Tif þess skorti þó ekki tækifæri, en þau tækifæri, sem
buðust, voru ekki notuð, því að liinir borgaralegu fulltrúar
voru í heild ekki fylgjandi þingræði. Þeir vildu það ekki,
vegna þess að Jjað olli Jjeim áhyggjum, hve félagslegri hreyf-
ingu verkamannastéttarinnar óx fiskur um hrygg, og vegna
sívaxandi fulltrúatölu þeirra í ríkisþinginu.
Sósíaldemókratar, sem ekki höfðu átt nema einn fulltrúa
á fyrsta ríkisþinginu 1871, voru á 40 árurn orðnir sterk-
asti flokkurinn. 1912 áttu þeir 110 af 397 kosnum Jring-
mönnum. Þó var skipting þingsæta í Ríkisþinginu ekki í
hlutfalli við hina raunverulegu tölu kjósenda, sem greiddu
sósíaldemókrataflokknum atkvæði, því að vegna kjördæma-
skipunarinnar nutu landbúnaðarhéruðin betri aðstöðu.
Þar Jrurfti miklu færri atkvæði til ]>ess að fá ríkisþing-
mann kjörinn en í hinum þéttbýlu iðnaðarhéruðum. Auk
Jress var kosningafyrirkomulagið sósíaldemókrötum í óhag.
Þá var við höfð svonefnd úrslitakosning (Stichwahl). Hún
var Jjannig, að kosið var með úrslitakosningu á milli þeirra,
sem ffest atkvæði höfðu, ef enginn frambjóðandi náði skil-
yrðislausum meirihluta atkvæða. Nú tókst sósíaldemókröt-
um mjög oft að komast í úrslitakosningu, sem hlutfalls-
lega sterkasti flokkur, en ]>á kom það iðulega fyrir, að hinir
flokkarnir lögðu sarnan atkvæði sín til þess að hindra kosn-
ingu sósíaldemókrata. Þó að sósíaldemókratar hefðu meira
fylgi meðal þjóðarinnar en nokkur annar flokknr á tímum
keisaradæmisins, áttu Jreir enga hlntdeild í stjórn ríkisins,
og einnig á þinginu var fulltrúatala þeirra ekki í samræmi