Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 26
112
MENNTAMÁL
Athugasemdir og eftirmáli.
Þegar ég ákvað að lesa þætti úr Sögu framtiðarinnar1)
eftir Pierre Rousseau í útvarpið, var ætlun mín að gera það
án allra athugasemda. Ég hef leitazt við að skila hugsunum
hans óbrengluðum. Að sjálfsögðu hefur það ekki tekizt í
öllum greinum, en þó tel ég sanngjarnt, að slíkt verði fyr-
irgefið, enda trúi ég, að það sé höfuðkrafa í mannréttind-
um, að viðurkennt sé, „að mannlegt sé að skjátlast, þótt
vitfirringnum einum skuli heimilt að vaða áfram í villu
sinni“, svo sem Seneca hinn eldri taldi vera. Það hlýtur
ávallt að auðkenna fáfræðina, að maður gerir sér ekki fulla
grein fyrir því, hvað er rétt og hvað er rangt með farið eða
skilið, og trúlega hef ég flækzt stundum í því neti. Enn-
fremur hef ég ekki gelið mér tóm sem skyldi til að leita ís-
lenzkra orða um framandi hugtök, þótt til kynnu að vera.
Þetta hef ég gert, þrátt fyrir fulla andúð mína á smíði þarf-
lausra nýyrða, en sú er bótin, að þau eiga sér yfirleitt ekki
lengri aldur en aðrar gagnslausar stökkbreytingar.
Enn vil ég geta þess, að ég tek enga ábyrgð á skoðunum
eða kenningum Pierre Rousseaus, en ég hef gert mér vonir
um, að ýmsum kynni að þykja nokkur fróðleikur að þeim,
aðrir hefðu nokkra skemmtun af þeim, sumir jafnvel hvort
tveggja, og enn mættu orð hans örva nokkra menn til hugs-
unar, þar sem rakin væru frekar sjónarmið Rousseaus eða
hrakin, ef hæpin reyndust.
Einhverju sinni kom mér í hug að skrifa bréf án viðtak-
anda. Og nú langar mig til að ræða við fjarstaddan mann,
og veit ég þó, að hann heyrir ekki mál mitt, og á ég þar
við höfund bókarinnar.
Ég kysi að ræða við hann um ýmis efni, þar sem skoðanir
okkar fara ekki saman eða mér þætti æskilegt að gefa fyrir-
bærum gaum frá öðrum bæjardyrum en hann gerir. Hann
myndi að sjálfsögðu svara því til með öllum rétti og full-
I) Heitir í ísl. þýðingunni Framtíð manns og heims.