Menntamál


Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 34
120 MENNTAMÁL Sú líking er með fullum ósköpum og grimmu innra sam- hengi, er ber mistilteininn í hönd blindingjans og ginnir hann til bróðurvígs, þar sem hinn vitrasti, bezti og líkn- samasti fellur, en þó hann lifði, má enginn dómur hans haldast. Þegar Goetlie kynnir Faust í upphafi leikritsins, byrjar hann á því að meta gildi ævilangs, kostgæfilegs námsferils um helztu svið þekkingar og anda, og uppgjör Fausts er stutt og laggott: Hér stend ég, vesall glópur, og er engu nær. Þetta er orðið langt mál, og margur kynni að freistast til að taka undir með mér og segja: Hér stöndum við vesalir glópar og erum engu nær. En það er ekki rétt. Sú ályktun Rousseaus er að mínum dómi mikifvægust, að mannkynið eigi milljónir, ef til vill tugi milfjóna ára fyrir höndum og sé enn í fyrstu bernsku, að ekki sé kallað á fósturstigi. Með hófsamlegustu trú á kosti þess tif þróunar er örðugt að vísa þeirri hugsun á bug, að okkur bresti allar forsendur til að ráða í andlegt snið þess manns, er mestur verður á jijrðinni; mér dettur í hug, að við eigum álíka örðugt með að setja okkur það fyrir sjónir sem Neandertalsmaður að skilja nútímann. Og þá virðist mér engin ofdirfska að trúa því, að sá tími komi, að dómur hins vitrasta, líknsamasta og bezta haldist og jörð nötri ekki af kvölum hins seka bandingja, er eitur hefndarinnar fellur yfir. Svo sem sæfarar fyrri tíðar áttu kost á að fagna landsýn, fagna sýn nýrra landa, erum við fyrsta kynslóð jarðar, er sér djarfa fyrir nýrri stjarnsýn. Hin nýja landsýn leysir þrátt um tengsl við heimahaga. Ef til vill orkar ný stjarn- sýn á sama veg. Þó að okkur gruni fátt um þróunarkosti nýrra mannkynja, má vera, að ekkert þeirra hafi okkur brýnni ástæðu né heitara brjóst til að elska jörðina á hverri stundu, á hverri stundu, því að hún kemur aldrei aftur. Ég lýk þessu máli með fyrsta og síðasta erindi úr kvæð- inu Jörð eftir Einar Benediktsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.