Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 34
120
MENNTAMÁL
Sú líking er með fullum ósköpum og grimmu innra sam-
hengi, er ber mistilteininn í hönd blindingjans og ginnir
hann til bróðurvígs, þar sem hinn vitrasti, bezti og líkn-
samasti fellur, en þó hann lifði, má enginn dómur hans
haldast.
Þegar Goetlie kynnir Faust í upphafi leikritsins, byrjar
hann á því að meta gildi ævilangs, kostgæfilegs námsferils
um helztu svið þekkingar og anda, og uppgjör Fausts er
stutt og laggott:
Hér stend ég, vesall glópur, og er engu nær.
Þetta er orðið langt mál, og margur kynni að freistast
til að taka undir með mér og segja: Hér stöndum við vesalir
glópar og erum engu nær. En það er ekki rétt. Sú ályktun
Rousseaus er að mínum dómi mikifvægust, að mannkynið
eigi milljónir, ef til vill tugi milfjóna ára fyrir höndum og
sé enn í fyrstu bernsku, að ekki sé kallað á fósturstigi. Með
hófsamlegustu trú á kosti þess tif þróunar er örðugt að
vísa þeirri hugsun á bug, að okkur bresti allar forsendur
til að ráða í andlegt snið þess manns, er mestur verður á
jijrðinni; mér dettur í hug, að við eigum álíka örðugt með
að setja okkur það fyrir sjónir sem Neandertalsmaður að
skilja nútímann. Og þá virðist mér engin ofdirfska að trúa
því, að sá tími komi, að dómur hins vitrasta, líknsamasta
og bezta haldist og jörð nötri ekki af kvölum hins seka
bandingja, er eitur hefndarinnar fellur yfir.
Svo sem sæfarar fyrri tíðar áttu kost á að fagna landsýn,
fagna sýn nýrra landa, erum við fyrsta kynslóð jarðar, er
sér djarfa fyrir nýrri stjarnsýn. Hin nýja landsýn leysir
þrátt um tengsl við heimahaga. Ef til vill orkar ný stjarn-
sýn á sama veg. Þó að okkur gruni fátt um þróunarkosti
nýrra mannkynja, má vera, að ekkert þeirra hafi okkur
brýnni ástæðu né heitara brjóst til að elska jörðina á hverri
stundu, á hverri stundu, því að hún kemur aldrei aftur.
Ég lýk þessu máli með fyrsta og síðasta erindi úr kvæð-
inu Jörð eftir Einar Benediktsson.