Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
143
II.
Þá vil ég fara nokkrum orðum um athugasemdir Frið-
bjarnar Benóníssonar viðvíkjandi Morgunblaðsgrein minni,
þeirri er áður var nefnd.
Honum þykir ég ekki hafa komizt að sanngjarnri nið-
urstöðu. Já, ég átaldi í þessari ritgerð samþykkt frá fulltrúa-
þingi Sambands íslenzkra barnakennara vorið 1962. En í
samþykkt þessari fólust mótmæli gegn því, að undanfarin
ár hafa fræðslumálastjórn og skólanefndir ýmissa skóla-
liéraða ráðið próflausa menn til kennslustarfa, þegar kenn-
arar með réttindum hafa ekki sótt um kennarastöður. Þetta
hefur einkum átt sér stað í strjálbýlinu, vegna þess að kenn-
arar með prófi hafa haft takmarkaðan áhuga á því að vinna
úti á landsbyggðinni — og í flestum tilfellum engan.
Ég benti á, hvaða afleiðingar það hefði fyrir strjálbýlið,
ef nefnd samþykkt hefði verið tekin til greina og unnið
samkvæmt henni af ábyrgum aðilum. Miirg skólahéruð
hel'ðu þá orðið kennaralaus. F. B. hefur tekið þann kost að
leiða þetta alveg hjá sér, en það er þó það, sem mestu skipt-
ir í þessu máli. En einmitt af þessum sökum tók ég til máls
fyrst og fremst.
Ymsir kennarar virðast furðu hörundssárir fyrir þessari
sjálfsögðu ráðstöfun fræðslumálastjórnar, ráðstöfun, senr
aðeins er gerð frá ári til árs til að bæta úr brýnni þörf.
Og fyrr hefur verið klifað á þessum mótmælum á fulltrúa-
þingum S. í. B.
Þetta er torskilið, því að ekkert er með þessu tekið frá
þeim, sem réttindin hafa. Og enn furðulegra er það vegna
gengnar í maímánuði, en samkvæmt þessari nýgerðu samþykkt eiga
börn þéttbýlisins ekki að vera laus úr skóla l'yrr en í byrjun júní. Ei'
af þessn verður, lilýtur það og að hafa þær afleiðingar, að hundruð
ungmenna verða af sumardvöl í sveit og fjöldi bænda fær ekki þá
hjálp, sem þeir vildu og þyrftu. Annirnar í maí eru engu minni í
sveitum landsins en hina sumarmánuðina. — Þ. G.