Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL
119
Hann var draumur jarðarinnar um hinn bezta son, ef
til vill draumur jarðarinnar um homo futurus. Baldur er
fagur, vitur og líknsamur, og hann er elskaður og grát-
inn af mönnunum og kvikvendunum, jörðinni og steinun-
um, trjánum og málmunum. Honum eirir eldur og vatn,
sóttir og dýr, eitur og ormar.
Hér leyfist mér ef til vill að vitna enn einu sinni í jafn-
vægi óspilltrar náttúru: Þar er hvað stillt við annað sem
hún er óspjölluð, sá sem jörðin elskar, elskar líka jörðina.
Þar lifir sá hugur og sú hönd, er mundlauginni bregður
undir hið drjúpandi eitur, en þegar þess hugar og þeirrar
handar missir við, þá drýpur eitrið yfir hinn seka band-
ingja, en lönd skjálfa af kvölum hans.
Og sami grunur og sami leikur gerist nú sem þá, er Loki
var bundinn: Misgerðin við von og draum jarðar kallar
eitrið yfir hana. Hannes Pétursson hefur lýst því í kvæðinu
I helli Loka:
Hin dökkn naðra hátt úr himinrjáfri
hangir með opnu gini. — Þolinmceði
pú sem nú alein eiturdropa bœgir
frá allri jörð, mun skál pin barmafull?
Vá býr í lofti, naðran sígur neðar;
nú er skál pín full.
Hún sigur hœgt, úr dimmum hvofti drýpur
hið dökka eitur. Þú sem heldur vörð
um turna pá, sem dapurt dym blum hringja
i dauðahljóðum rústurn fornra torga,
já, polinmœði, grunn var skál pín gjörð.
Á morgun slcer pú eitri pessu út.
Enn mun ]>ví falla dropi i sár pín, jörð
ógróin sár pin, undir skóga og borga.