Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 59
MENNTAMÁL
145
framhaldsskólakennara óviðkomandi, þess vegna talaði ég
ekki til þeirra, heldur til hinna, sem nær mér stóðu.
F. B. segir, að kröfurnar um menntun kennara séu „ákaf-
lega vægar“ og því rnuni þeir naumast geta mætt vaxandi
kröfum, sem til þeirra séu gerðar. Þess vegna telur hann,
að mótmæli kennara liafi verið „eðlileg, auk þess seni
skárra má teljast að minnka heldur fræðslu að magni en
gæðum.“
Ef ég skil þessi orð hans rétt, telur hann, að betra sé, að
kennarar séu færri en nú eru þeir og að ekki sé fyllt í
skörð með réttindalausum mönnum, þó starfskrafta vanti.
Ég fellst á, að þetta geti komið til greina í höfuðborginni,
í öðrum kaupstöðum og ef til vill í stærri þorpum, þar sem
margir kennarar starfa við sama skóla. En við F. B. eigum
átthaga út á landi, og hann segir meira að segja, að holl-
usta við þá sé „hugnæm og dýrmæt“. Hvað urn þá? Eigum
við að gleyma þeim og öðrum skólahéruðum í strjálbýlinu?
Nei. En þá verða þau ráð, sem að haldi geta komið á
„innnesjum“ t. d. óráð eða engin ráð við vanda þeirra,
sem lakari aðstöðu eiga út á landi. Margar sveitir eru þann-
ig settar, að annað Iivort verður að ætla þeim einn kenn-
ara eða engan, annað hvort kennara með prófi eða próf-
lausan mann. Þar er ekki hægt að „minnka fræðslu að
magni“. Víða í sveitum er börnum ætluð þriggja mánaða
kennsla aðeins. Með réttu mætti segja, að þá væri slakað
um of á kröfum, ef þessir fáu mánuðir yrðu enn færri eða
engir.
Virðulegir fulltrúar á þingi barnakennara, þeir er að
umræddri samjDykkt stóðu, virðast ekki hafa haft skilning
á högum strjálbýlisins og þörfum þess. Börn eiga rétt á
kennslu hvar sem er á landinu. Foreldrar hljóta að heimta
þann rétt þeim til handa, hvar sem Jreir eru búsettir. Það
eiga fleiri rétt en kennarar með prófi.
í lok greinar sinnar fjarlægist F. B. nokkuð umræðuefn-
ið. Hann segir m. a.:
10