Menntamál - 01.12.1963, Page 66
KARL-DIETRICH ERDMANN, þrófessor dr. phii:
á tuttugustu öld.
Þýðinguna gerðu Adolf Guðmundsson og Baldur Ingólfsson.
í þessum fyrirlestri mun ég ræða um þjóðfélags- og stjórn-
skipan Þýzkalands frá byrjun 20. aldar og sýna samhengið
á milli þjóðfélagslegrar og stjórnmálalegrar uppbyggingar
landsins. Ég mun lýsa þróuninni í eftirfarandi fjórum
áföngum: Keisararíkið þýzka fyrir heimsstyrjöldina fyrri,
tímabil Weimarlýðveldisins, Þýzkaland þjóðernisjafnaðar-
manna (nazista) og hið skipta Þýzkaland eftir heimsstyrjöld-
ina síðari. Rætt verður um þrjár þjóðfélagsstéttir: Aðalinn,
millistétt borgara og bænda og verkamannastéttina.
Við skuíum ganga út frá þeirri meginstaðreynd, að í byrj-
un aldarinnar var aðallinn ásamt borgurunum snar þáttur
í uppbyggingu þjóðfélagsins og réð miklu urn stjórn jress. I
Evrópu hefur aðallinn verið sú stéttin, sem bar þjóðfélögin
uppi öidum saman. í Þýzkalandi hefur hann gegnt þessu
hlutverki lengur en í öðrum löndum. Það má segja jjað
Jiegar, að ein djúptækasta breytingin, sem hefur orðið á þjóð-
félagsskipan Þýzkalands á síðastliðnum 50 árurn, er sú, að
gangur sögunnar hefur urið upp aðalinn sem stétt.
Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var jretta allt öðruvísi. Þýzka
ríkið var að stjórnskipulagi til bandalag fursta. Hinn glæsti
félagsskapur Jreirra var ótvírætt tákn ríkisvaldsins. Þeir voru
háaðallinn. Lágaðallinn, sem var stórjarðeigendur í sveitum,
hafði að vísu á 19. öld misst allmikið af forréttindum, sem
hann hafði fyrrum notið. Áður hafði hann verið yfireigandi