Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 86
172
MENNTAMÁL
3. Hvert er álit yðar á hagnýtri framkvæmd námsskeiðs-
ins, lengd þess, árstímanum, beinum kostnaði o. s. frv.
Allir tjáðu sig ánægða með dagskrána bæði efni og niður-
röðun, þó hefðu tveir óskað eftir fleiri fyrirlestrum, eink-
um um íslenzkt atvinnulíf, og tveir hefðu viljað meiri
umræður um framkvæmd starfsfræðslu hér á landi.
í svörum við spurningu nr. 2 kváðust allir vera ánægðir
með starfshætti námsskeiðsins. Helmingur þátttakenda lýsir
sérstakri ánægju yfir flokkavinnunni. 85% telja málsörð-
ugleika hafa verið óverulega, hvað skilning snerti, en 55%
nefna nokkra erfiðleika við umræður á dönsku.
Allir töldu september heppilegasta tímann fyrir náms-
skeið og raunar hinn eina, sem til greina kemur, ef náms-
skeið skal haldið utan starfstíma skólanna.
Tímalengdina töldu flestir hæfilega, en verkefni hins
vegar svo mikið, að þörf væri á framhaldsnámsskeiði, helzt
á næsta ári. Utanbæjar-kennarar töldu kostnað af því að
sækja námsskeiðið allt að því 3000,00 krónur á mann, og
telja þeir eðlilegt, að sá kostnaður verði þeim endurgreidd-
ur.
Telja verður, að þetta fyrsta námsskeið fyrir kennara um
starfsfræðslu hafi tekizt vel, enda öll aðstoð til að svo mætti
verða fúslega veitt af þeim, er til var leitað. Að vísu var
teflt á tæpasta vaðið hvað vinnuhörku snertir á námsskeið-
inu, en því var tekið með skilningi, þar sem svo umfangs-
mikið viðfangsefni var tekið fyrir á jafnskömmum tíma.
Með námsskeiðinu má telja, að þokazt hafi í áttina um
að taka upp starfsfræðslu í íslenzkum skólum, en mikil-
vægt er að auka menntun kennaranna á þessu sviði og
skapa þeim góð starf'sskilyrði í skólunum.