Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 129
FUNDIR OG ALYKTANIR
Frá Skólastjórafélagi íslands.
Skólastjórafélag íslands var formlega stofnað árið 19(i2, en upphaf
að stofnun félagsins má rekja allt til haustsins 1958.
í lögum félagsins segir svo m. a.:
2. gr. Rétt til pess að vera i Skólastjórafélagi íslands liafa:
a) Skólastjórar í barna- og unglingaskólum.
b) Skólastjórar í mið-, gagnfræða- og héraðsskólum.
c) Yfirkennarar í fyrrnefndum skólum.
d) Skólastjórar, sem látið hafa af störfum vegna aldurstakmarks
opinberra starfsmanna.
3. gr. Tilgangur félagsins er a) að stuðla að umbótum i. frœðslu-
og uppeldismálutn pjóðarinnar, b) að gœla hagsmuna félagsmanna,
c) að vinna að aukinni menntun skólastjóra, d) að sluðla að kynn-
ingu milli skólastjóra.
4 gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að fylgjast með öllu
því, sem gerist á sviði uppeldis- og fræðslumála, að vaka yfir launa- og
kjaramálum skólastjóra og standa vörð um önnur hagsmunamál þeirra
og stofna til fræðslu- og kynningarmóta fyrir félagsmenn.
Laugamótið.
Fyrsta fræðslu- og kynningarmót íslenzkra skólastjóra var lialdið
að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu dagana ] 1.—17. ágúst. Þátttakend-
ur voru alls 122, skólastjórar, yfirkennarar og makar þeirra, fyrirlesar-
ar og gestir.
Aðalleiðbeinandi og gestur mótsins var Ola Laukli fræðslustjóri
í Drammen í Noregi. Auk hans fluttu erindi: Rektor Ingemar Lind-
gren frá Sigtúna í Svíþjóð um skóla og kirkju, próf. Níels Dungal um
skaðsemi reykinga, Þorsteinn Einarsson um leikvelli og tæki, Guð-
mundur G. Hagalín um almenningsbókasöfn, Sigurjón Björnsson um
taugaveikluð börn, Óskar Halldórsson um íslenzkukennslu í skólum,
Jónas Pálsson um sálfræðiþjónustu í skólum og Jónas B. Jónsson
fræðslustjóri um störf og stöðu skólastjórans. Var góður rómur gerð-
ur að erindum þessurn.