Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 13
MENNTAMAL
99
fólgið í því, að gert sé ráð fyrir, að öll börn að fáum undan-
skildum muni fyrr eða síðar ná honum.
Samt komumst við að raun um, samkvæmt því, sem vitað
er um mismunandi hæfni nemenda til náms, að til eru
börn, senr geta ekki náð árangri jafnaldra sinna annaðhvort
aldrei eða um tíma. Slík börn falla samkvæmt utanaðkom-
andi mælikvarða. Staðreyndin er þó sú, að slík börn geta
liaft eðlilegan þroska í sjálfu sér, þó að þau séu írábrugðin,
borin saman við önnur bekkjarsystkini. Þessum börnurn
má skipta í tvo hópa. Annars vegar eru þau, sem eru undir
meðallagi að almennri hæfni til að læra. Þau eru undir
meðallagi að greind og seinþroskaðri á allan hátt. Menntuð
á réttan hátt í samræmi við það, hve þau eru hægfærari
og háð takmörkunum lakari hæfileika, geta þau náð settu
marki og þurfa ekki að falla. Samanborið við jafnaldra sína
ná þau aldrei sama árangri og þeir og eru alltaf með þeirn
neðstu í bekknum. Þau geta misst móðinn við að þurfa að
glíma við að fylgja hinum greindari eftir, sem þau þó
aldrei geta, og vangengi þeirra í skólanum getur þannig
þróazt upp í almennt og vaxandi vangengi á öllum sviðum
þroska þeirra. Hins vegar eru þau börn, sem taka ekki
þroska sinn út jafnört eða misjafnlega hratt eftir aldurs-
skeiðum. Oft er erfiðara að átta sig á þeim. Um vangengi
verður ekki að ræða hjá slíkurn nemendum, ef þeir hafa
sjálfir ekki áhyggjur af því, enda er aðeins um misræmi á
þroska þeirra sjálfra að ræða og þess þroska, sem talinn er
eðlilegur eftir aldri. Sennilegt virðist, að sumir byrjunar-
erfiðleikar drengja í lestri séu af slíkum toga spunnir. Þá
er sá hópur barna, sem eiga við erfiðleika að búa sökum
líkamlegra ágalla. Ljósust dæmi þess eru blinda eða heyrnar-
og málleysi. Þá er bent á, hversu umhverfi það, sem barnið
elst upp i, getur haft víðtæk áhrif á þroska þess. Er t. d.
bent á, að fátæklegt og fábreytilegt umhverfi geti jafnvel
haft varanleg áhrif, svo að ekki verði síðar bætt úr, líkt
og á sér stað um líkamlegan vanþroska, sem orsakast af