Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 88
174
MENNTAMÁL
skólaskyldunni, hafa nú 1140 hafið nám í 3. bekk gagn-
fræðaskólanna, eða yfir 94% (s.l. vetur 91%).
Á undanförnum árum hefur verið hér vaxandi fjöl-
breytni í gagnfræðanámi að loknu unglingaprófi. Og nú
í haust gátu nemendur, sem innrituðust í 3. bekk, valið um
eftirtaldar deildir:
sl. vet. haustið ’61
1. Alm. bóknámsd., en hana völdu 285 nem. eða 25.0%, 25.1% og 24.2%
2. Landsprófsdeild, - 370 - - 32.4%, 35.9% - 37.3%
3. Verzlunardeild, - - 170 - - 14.9%, 12.4% - 11.2%
4. Framhaldsdeild, - - 60 - - 5.3%,
5. Verknámsdeild, - - 255 - - 22.4%», 26.6%» - 27.3%,
En verknámsdeild 3. bekkjar skiptist nú þannig:
í sauma- og vefnaðardeild 130 nem., hússtjórnardeild 15
nem., trésmíðadeild 55 nem., járnsmíða- og vélvirkjadeild
39 nem., og sjóvinnudeild 16 nem., samtals 255 nemendur.
Helzta breytingin, sem orðið hefur, er sú, að verzlunar-
deildin hefur vaxið og framhaldsdeild verið sett á stofn,
en heldur hefur dregið úr aðsókn að verknámsdeild og
landsprófsdeild.
Framhaldsdeildin starfar nú í fyrsta sinn í þremur skól-
um, Hagaskóla, Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og
Vogaskóla, með samtals 60 nemendur. Þess iná þó geta ,að
s. 1. vetur starfaði hliðstæð deild í tilraunaformi í einum
skóla. Þessi deild er einkum fyrir þá nemendur, sem ætla
má að hafi ófullnægjandi undirbttning til þess að innrit-
ast í þær deildir, sem stefna rakleiðis að gagnfræðaprófi.
Allir, sem sótt hafa um skólavist á gagnfræðastigi hér í
Reykjavík munu fá hana, hafi þeir tilskilin prófréttindi, þó
kemur fyrir, að nemanda, sem ekki gerir vart við sig fyrr
en skömmu áður en skóli byrjar, þarf að vista í öðrum
skóla en hann sækir sérstaklega um.
Umsækjendur um skólavist í frjálsu námi, (að skyldu-
námi loknu), ættu þó aldrei að treysta á það, að hægt sé að
taka við þeim, löngu eftir að auglýstur umsóknarfrestur