Menntamál - 01.12.1963, Page 112
198
MENNTAMÁL
Aðlögunar- og uppeldiserfiðleikar: í þennan dilk höfum
við dregið börn, sem sýna viss taugaveiklunareinkenni eða
hegðunarvandkvæði, án þess að um mótað taugaveiklunar-
gervi sé að ræða eða veruleg geðræn afbrigði. Sambúðar-
erfiðleikar milli barna og uppalenda eru áberandi, en barn-
ið getur naumast tali/.t óheilbrigt eða uppeldi þess vanrækt
þótt það hafi að einhverju leyti misheppnazt. Miirg þess-
ara barna myndu sennilega annars staðar á geðverndarstofn-
unum vera greind sem taugaveikluð og má til sanns vegar
færa, að þau séu það á vægu stigi, en þar eð hér er frekar
um undanfara taugaveiklunar að ræða, þótti ekki rétt að
telja þau til þess flokks.
Heimilis- og uppeldislaus eru þau börn talin, sem búa
við svo lélegar heimilisaðstæður, að jaðrar við heimilisleysi
og/eða alvarlegan skort á einföldustu uppeldisatriðum.
Heilbrigð eða eðlileg börn: Enda þótt ekkert teljandi
væri að þessum börnum að finna, er ekki þar með sagt, að
koma þeirra væri ástæðulaus eða án árangurs. Oft var hægt
að leiðbeina foreldrum, uppræta ótta við eðlileg sérkenni
barns, upplýsa hvers krefjast mátti í námi o. fl.
Engin niðurstaða: Þetta eru börn, sem ekki var lokið við
að rannsaka sökum þess, að þau hættu að koma eða foreldr-
um snerist hugur og misstu áhuga á rannsókninni.