Menntamál - 01.12.1963, Blaðsíða 101
MENNTAMÁL
187
námserfiðleika að ræða, er reynt að gera „diagnostiska“
athugun á kunnáttu. Skortir mjög til þess viðeigandi próf.
Einkum reynir á að geta greint sem bezt lestrarörðugleika.
Kristinn Björnsson sálfræðingur tók saman fyrir deildina
drög að „diagnostisku“ lestrarprófi upp úr norsku og ensku
prófi, og hefur það orðið til nokkurrar hjálpar. Á þessum
vettvangi hefur annars verið unnið á almennum grund-
velli og treyst á þá reynslu, sem starfsmenn deildarinnar
hafa í greiningu og mati námsiirðugleika.
LEIÐBEININGAR OG AÐGERÐIR.
Áður er að ]wí vikið, að sálfræðiþjónustan sé eingöngu
ráðgefandi. Með því er átt við, að hún gefur ekki — og
getur ekki gefið — bindandi fyrirmæli til foreldra, kennara
eða neinna annarra aðila um meðferð barns að rannsókn
lokinni. Hlutverk hennar er að framkvæma rannsókn og
gefa ráð á grundvelli hennar. Deildin reynir einnig — og
eyðir til þess miklum tíma — að koma í framkvæmd þeim
úrræðum og aðgerðum, sem hún leggur til að gerðar verði
og foreldrar og skólastjórar hafa fallizt á. Hér er t. d. um
að ræða útvegun einkakennslu, flutning milli bekkja, skipti
á skólum o. s. frv. Slíkar aðgerðir eru oft miklum vand-
kvæðum bundnar — háðar góðvilja og samstarfi margra
aðila. Ymsar leiðir eru reyndar.
Fjölmennasti hópurinn eru börn, sem aðeins var leið-
beint um meðferð á. Sú leiðbeining var látin foreldrum
og kennurum í té í einu eða fleiri viðtölum. Þetta úrræði
er að sjálfsögðu oft ófullnægjandi, þótt ekki megi vanmeta
gildi þess. Deildin á hins vegar oft ekki margra kosta völ
um úrræði. Skal það ekki rakið hér, en á það bent, að
tilfinnanlega skortir sérstofnanir til kennslu fyrir nokkrar
tegundir afbrigðilegra barna, einkum þau, sem eru haldin
mögnuðum lestrarerfiðleikum, alvarlegri taugaveiklun eða
hegðunarvandkvæðum.