Menntamál


Menntamál - 01.12.1963, Page 13

Menntamál - 01.12.1963, Page 13
MENNTAMAL 99 fólgið í því, að gert sé ráð fyrir, að öll börn að fáum undan- skildum muni fyrr eða síðar ná honum. Samt komumst við að raun um, samkvæmt því, sem vitað er um mismunandi hæfni nemenda til náms, að til eru börn, senr geta ekki náð árangri jafnaldra sinna annaðhvort aldrei eða um tíma. Slík börn falla samkvæmt utanaðkom- andi mælikvarða. Staðreyndin er þó sú, að slík börn geta liaft eðlilegan þroska í sjálfu sér, þó að þau séu írábrugðin, borin saman við önnur bekkjarsystkini. Þessum börnurn má skipta í tvo hópa. Annars vegar eru þau, sem eru undir meðallagi að almennri hæfni til að læra. Þau eru undir meðallagi að greind og seinþroskaðri á allan hátt. Menntuð á réttan hátt í samræmi við það, hve þau eru hægfærari og háð takmörkunum lakari hæfileika, geta þau náð settu marki og þurfa ekki að falla. Samanborið við jafnaldra sína ná þau aldrei sama árangri og þeir og eru alltaf með þeirn neðstu í bekknum. Þau geta misst móðinn við að þurfa að glíma við að fylgja hinum greindari eftir, sem þau þó aldrei geta, og vangengi þeirra í skólanum getur þannig þróazt upp í almennt og vaxandi vangengi á öllum sviðum þroska þeirra. Hins vegar eru þau börn, sem taka ekki þroska sinn út jafnört eða misjafnlega hratt eftir aldurs- skeiðum. Oft er erfiðara að átta sig á þeim. Um vangengi verður ekki að ræða hjá slíkurn nemendum, ef þeir hafa sjálfir ekki áhyggjur af því, enda er aðeins um misræmi á þroska þeirra sjálfra að ræða og þess þroska, sem talinn er eðlilegur eftir aldri. Sennilegt virðist, að sumir byrjunar- erfiðleikar drengja í lestri séu af slíkum toga spunnir. Þá er sá hópur barna, sem eiga við erfiðleika að búa sökum líkamlegra ágalla. Ljósust dæmi þess eru blinda eða heyrnar- og málleysi. Þá er bent á, hversu umhverfi það, sem barnið elst upp i, getur haft víðtæk áhrif á þroska þess. Er t. d. bent á, að fátæklegt og fábreytilegt umhverfi geti jafnvel haft varanleg áhrif, svo að ekki verði síðar bætt úr, líkt og á sér stað um líkamlegan vanþroska, sem orsakast af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.