Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 35
ALMANAK 1943
35
stundar bæði búskap og fiskiveiði í Manitobavatni
og farnast vel; hann giftist árið 1923 Rannveigu
Björnsdóttur Þonsteinssonar, þau eiga 3 sonu stálp-
aða: 1. Björn, 12 ára gamall; 2. Valtýr, 16 ára, og
3. Guðmundur Leslie, 11 ára. Annar sonur Guð-
mundar og Mekkinar heitir Þorvaldur, 35 ára gamall,
giftur Laufey Hergeirsdóttur Daníelssonar; býr í
Winnipeg og vinnur við rafaflsleiðslu; þau eiga 1 son,
Valtý að nafni. 3. Jóna Guðrún, gift Guðna Mýrdal
bónda í bygðinni.-------
Nú er ár liðið siðan eg ritaði upp sögu Guðmund-
ar og Mekkinar, og nú, 8. júní 1941, héldu þau sitt
gullbrúðkaup, eftir 50 ára farsælt hjónaband; þar
var samankomið full 300 manns að samfagna þeim,
fallegar ræður fluttar, og sungin ættjarðarkvæði; og
svo sátu allir gestirnir góða veislu, sem börn þeirra
og vinir önnuðust um. Gefnir voru þeim góðir
minjagripir.
PÁLL GUÐMUNDSSON, fæddur 22. nóvember
1867, á Snotrunesi í Borgarfirði eystra, flutti til Ame-
riku árið 1894 'frá Hvoli í sömu sveit, og fór þegar út
i þessa bygð og vann hér hjá bændum nokkur ár. En
árið 1899 nam hann heimilisréttarland á N.W.
Sec. 13, T. 19, R. 5, en keypti annað land, N.W.
Sec. 22, T. 19, R. 5 ; þar bygði hann upp heimili sitt
og bjó þar 26 ár, en flutti þá til Lundar, og keypti
S.E. yA Sec. 12, T. 20, R.5; það er fast við bæinn og
þar býr hann enn.
Kona Páls er Sigráður Eiríksdóttir Hallssonar
ii'á Hrærekslæk í Hróarstungu; hún er fædd að ósi
í Hjaltastaðaþinghá 17. sept. 1870. Börn þeirra,
fimni dætur, eru: 1. Anna Ingibjörg, gift Jóni Þor-
gilssyni. 2. Guðný Valgerður, gift enskum manni,
Henry Powell, búa hjá Páli; eiga 3 sonu: Nobel,
Newton og Runny; allir ungir. 3. Eirikka, gift ólafi
Stefánssyni Brandssonar; búa í Winnipeg og eiga 4
börn: Raymond, Leon, Sila og Sheridon. 4. Rann-