Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 21
IÐUNN Dante. 15 sem á henni bergir, öllum syndum sínum; en bin kvíslin nefnist Djarfhygð (Evnoe) og fyllast þeir, sem á benni bergja, hugdirfð til alls þess, sem gott er. Fylgjast þau nú að sitt hvoru megin fljótsins, en alt í einu sér Dante sýn, er fyllir hann fögnuði og sælu. Er þar komin Beatrice, ímynd hinnar guðlegu ástar. Álasar hún fyrst Dante harðlega fyrir óstaðlyndi hans í lííinu og fær það svo mjög á hann, að hann hníg- ur í ómegin. En er hann raknar við aftur, flytur Matthildur hann að boði Beatrice yfir um; synda- mörkin eru afmáð af enni hans og fjórar meyjar, hinar svonefndu höfuðdygðir, spekin, hugrekkið, hóf- ið og réttlætið taka við honum; en þær leiða hann fram fyrir arnljónið, ímynd Krists og hinnar sigrandi kirkju, og situr Beatrice í sigurreiðinni. f*á taka við honum hinar þrjár krislilegu dygðir, trú, von og kærleikur; miðla þær málum milli hans og Beatrice og biðja hana um að birtast honum í hinni himn- esku fegurð sinni. Fær Dante varla afborið þá sýn. Loks koma þau að upptökum elfunnar og er Dante látinn bergja á Evnoe. Er hann þá orðinn svo lireinn og hefir öðlast svo mikið hugrekki, að hann getur haldið alla leið til himna. — Nú hefst þriðji og síðasti þáttur trúarljóðsins, er nefnist Himnariki (Paradiso). Beatrice heldur af stað með Dante upp til himna. Á leiðinni svæfir hún í honum állar efasemdir, fræðir hann um ýmsa leynd- ardóma himnanna og mælir til hans hjartnæmum huggunarorðum. Koma þau nú upp á hvert himin- hvelið á fætur öðru. Fyrst er mánahvelið; þar búa þeir, sem gert hafa eitthvert trúarheit á jörðu, en hafa einhverra hluta vegna orðið að bregðast því. Þá koina þau upp á Merkúrshvelið; þar búa þeir, sein frekar hafa lifað frægð sinni og heiðri en kær- leikanum. t*á koma þau í þriðja himininn, himinhvel Venusar; þar búa þeir, sem of mjög hafa hneigst til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.