Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 21
IÐUNN
Dante.
15
sem á henni bergir, öllum syndum sínum; en bin
kvíslin nefnist Djarfhygð (Evnoe) og fyllast þeir, sem
á benni bergja, hugdirfð til alls þess, sem gott er.
Fylgjast þau nú að sitt hvoru megin fljótsins, en alt
í einu sér Dante sýn, er fyllir hann fögnuði og sælu.
Er þar komin Beatrice, ímynd hinnar guðlegu ástar.
Álasar hún fyrst Dante harðlega fyrir óstaðlyndi hans
í lííinu og fær það svo mjög á hann, að hann hníg-
ur í ómegin. En er hann raknar við aftur, flytur
Matthildur hann að boði Beatrice yfir um; synda-
mörkin eru afmáð af enni hans og fjórar meyjar,
hinar svonefndu höfuðdygðir, spekin, hugrekkið, hóf-
ið og réttlætið taka við honum; en þær leiða hann
fram fyrir arnljónið, ímynd Krists og hinnar sigrandi
kirkju, og situr Beatrice í sigurreiðinni. f*á taka við
honum hinar þrjár krislilegu dygðir, trú, von og
kærleikur; miðla þær málum milli hans og Beatrice
og biðja hana um að birtast honum í hinni himn-
esku fegurð sinni. Fær Dante varla afborið þá sýn.
Loks koma þau að upptökum elfunnar og er Dante
látinn bergja á Evnoe. Er hann þá orðinn svo lireinn
og hefir öðlast svo mikið hugrekki, að hann getur
haldið alla leið til himna. —
Nú hefst þriðji og síðasti þáttur trúarljóðsins, er
nefnist Himnariki (Paradiso). Beatrice heldur af stað
með Dante upp til himna. Á leiðinni svæfir hún í
honum állar efasemdir, fræðir hann um ýmsa leynd-
ardóma himnanna og mælir til hans hjartnæmum
huggunarorðum. Koma þau nú upp á hvert himin-
hvelið á fætur öðru. Fyrst er mánahvelið; þar búa
þeir, sem gert hafa eitthvert trúarheit á jörðu, en
hafa einhverra hluta vegna orðið að bregðast því.
Þá koina þau upp á Merkúrshvelið; þar búa þeir,
sein frekar hafa lifað frægð sinni og heiðri en kær-
leikanum. t*á koma þau í þriðja himininn, himinhvel
Venusar; þar búa þeir, sem of mjög hafa hneigst til