Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 56
50
Em. Linderholm:
IÐUNNt
tilbeiðslu og helgandi samneyti við Guð, hinn eilífa*
í anda og sál, ekki til þess að ná einhverjum nyl-
samlegum og gagnlegum jarðneskum tilgangi, lieldur
til þess að lifa þessu tímanlega lífi með þori og,
þreki og eflir Guðs vilja. Til eru þeir meðal krist-
inna manna, einkum í dulvísinni, sem með„trúar-
innileik og trúarhreinleik sínum hafa getað brotist
fram til þessarar bænar og þessarar skoðunar á bæn-
inni. Inni í hinu allrahelgasta bjartnæmrar trúar og
kyrlátra trúarhugleiðinga stendur allari þessara bæna,.
sem eru svo oít afræktar nú á tímum.
í þvi, sem nú hefir verið tekið fram, liggur ról-
tæk breyling frá því, sem áður var, en trúarlífið
hefir líka í reyndinni, þótt það hafi ekki enn gert
það í orði kveðnu, nálgast svo mjög þenna einlæg-
ari og dýpri kristindóm, að það er hætt að finna til
þess, live mikil breytingin í raun og veru er, og hvað
hún i þessu lilliti er miklu róttækari en í hinum
öðrum trúaratriðum, er vér nú komum að og'-ekki,
eru eins mikilvæg.
Tii dæmis munu liinir gamallrúuðu eiga bágra
með, þótt það skifti minna máli, að semja sig að
nýrri lieimsskoðun og nýrri skoðun á manninum,
einkum þó hinu síðarnefnda; það er þó bein afieiðing
af þróunarkenningunni, að maðurinn liafi þroskast
upp af lægri veruin og að mannkynið sé mildu eldra,
en ritningin gerir ráð fyrir.
Við þetta er nú fyrst að athuga: Er það virkilega
nauðsynlegt að tengja trúna og skoðun sína á upp-
runa mannsins við sköpunarsögu ritningarinnar sem
þá einu skoðun, er sé kristindóminum samrýman-
leg? Það held ég ekki. t'ví verður þó ekki neitað,
að gamla kenningin um það, að Guð hafi skapað
manninn góðan og syndlausan, en lofað honuin að
syndga, og því haíi hann annaðhvort ekki gelað eða
viljað stemma stigu fyrir hinum alvarlegu, aldrei