Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 5
IÐUNN
Helgafell.
„Þá skulu vit ganga upp á Helgafell;
þau ráð hafa sízt at engu orðit, er
þar hafa ráðin verit“. Snorri goði.
I.
Enginn maður, sem kemur
iil Slykkishólms að sumarlagi
og á völ á því, að dveljast þar
nokkurar klukkustundir, þarf
að vera í neinum vafa um,
hvernig hann eigi að verja
þeim tíma. Hann fer auðvitað
suður að Helgafelli í Helga-
fellssveit. Þangað er rúmlega
klukkustundar hægur gangur
eftir greiðum vegi. Meginkrók-
urinn á þeirri leið er fyrir
Nesvog, sem skerst inn í
landið til suðvesturs. En þegar
komið er fyrir vogsbotninn, stígst leiðin furðu fljótt.
Þarf hér hvorki fararskjóta né leiðsögumann. Fellið
segir sjálft til um stefnuna. Eins og dökka þúst ber
það við bláleitan Snæfellsnesfjallgarð neðanverðan. Og
þó að fjallgarðurinn sjálfur sé stórfenglegur og eftir-
tektarverður, verður manni óneitanlega starsýnna á
norðurhlið Helgafells, hinn dökka bergvegg, sem rís
þverhníptur upp af undirlendinu eins og minnisvarði
löngu horfinna alda.
Siguröur Skúlason.