Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 10
108 Helgafell. ÍÐUNN Leiðið er skammt fyrir utan núverandi kirkjugarð á Helga- felli. En enginn maður veit nú framar, hvar þeir Osvífur Helgason, faðir Guðrúnar, og Gestur hinn spaki Odd- leifsson, hvíla, en þeir voru báðir grafnir að Helgafelli.’) — — — Ferðamaðurinn stendur uppi á Helgafelli. Þögull og einbeittur hefir hann gengið upp mjóa kleif, norðaustur af staðnum. Hann staðnæmist við vörðubrot uppi á fellinu og horfir beint til austurs. Oskastundin er komin. Osjálfrátt koma honum í hug allar þær sagnir, sem hann hefir heyrt um undramátt fellsins. Nú stendur hann vafalaust í sömu sporum og allur þorri þeirra píla- gríma hefir staðið, sem komið hafa upp á fellið til þess að bera þar fram óskir sínar. Aldraði bóndinn á Helga- felli hefir sagt honum mörg dæmi þess, að menn hafi fengið þær óskir uppfylltar, sem þeir hafa borið fram þarna uppi. Þeir hafa fundið þar hamingju sína og sam- tímis stuðlað að því, að varðveita hinn forna átrúnað manna á þessum fornhelga griðastað. — Ferðamaðurinn verður gagntekinn af lotningu. Allar hinar hversdagslegu óskir, sem honum höfðu flogið í hug á leiðinni til fellsins, eru gleymdar. Nú á hann aðeins eina þrá. Á banadægri sínu mun hann gera hana heyrum kunna. Þá verða aðrir að dæma um, til hverrar hlítar hún hefir rætzt. Þangað til mun hún verða sameiginlegt leyndarmál hans og fellsins. — — — þag er fariQ ag hvessa á norðaustan. Hann sér hvítar öldur rísa úti á Breiðafirði. Hann lítur sem snöggvast yfir eyjaklasann í Hvammsfjarðarmynni og Fellsströndina. í norðaustri rís Klofningur úr blámóðu eins og geysimikill skjólgarður fyrir norðanveðrum. Fyrir austan Álftafjörð blasir við Narfeyri, hið forna höfuðból, 1) Sbr. Laxdælasögu, kap. 66, bls. 244—45. —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.